
Þið viljið taka landið af okkur – þið fáið þetta!
Bændur hafa síður en svo setið aðgerðarlausir.
„Þið viljið taka landið okkar en þetta er það sem þið fáið!“ Með þessum skilaboðum hafa bændur farið út á hraðbrautir og dælt mykju, hent dekkjum og sett heybakka bæði á sjálfan veginn og einnig meðfram veginum. Kveikt var í heyböggum á mörgum stöðum og ríkir algjört umferðaröngþveiti í Hollandi eins og sjá má á myndböndum hér að neðan.
Lekin gögn sýna áform ríkisstjórnarinnar að eyðileggja hollenska landbúnaðinn
Þá hafa gögn lekið út sem sýna kaldrifjaðan ásetning hollensku ríkisstjórnarinnar að eyðileggja einn besta landbúnað í heiminum sjá myndband hér að neðan um málið. Samkvæmt skjölunum reiknar fjármálaráðuneytið í Hollandi með að leggja niður 11.200 bændabýli og minnka framleiðslu 17.600 bænda til viðbótar um allt að helming. Verður þetta gríðarlegt drápshögg gegn bændastétt um 50 þúsund bænda.

NL Times hefur skrifað aðeins um málið sjá hér, hér og hér.
Hér að neðan eru nokkur myndbönd, flest frá Telegram um ástandið.