Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lánar Úkraínu samsvarandi 2 200 milljarða kr

Zelenskí er duglegur að afla og eyða annarra manna fé. Núna hefur honum tekist að fá lán samsvarandi 2, 2000 milljarða kr. hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum AGS (mynd Forseti Úkraínu, Zelenskí/AGS).

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og úkraínsk yfirvöld hafa náð samkomulagi um risastóran lánapakka sem miðar að því að stuðla að „efnahagslegri uppbyggingu“ og „langtímavexti“ landsins – auk þess að auka líkurnar á framtíðaraðild að ESB.

Að sögn TT er um að ræða lánapakka sem greiða á út á fjögurra ára tímabili, heildarupphæðin nemur 15,6 milljörðum dollara – sem samsvarar tæplega 2 200 milljörðum króna. Gavin Gray, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Úkraínu, segir í yfirlýsingu:

„Auk hinnar hræðilegu mannlegu þjáningar hefur innrás Rússa í Úkraínu einnig hrikaleg áhrif á efnahagslífið.“

J.P. Morgan á að koma á stafrænu hagkerfi í Úkraínu

Einnig er nefnt, að úkraínska hagkerfið hafi dregist saman um 30% á síðasta ári, fátækt sé að aukast í landinu og stórum hluta fjármagnseigna Úkraínu hafi verið eytt. Áður en AGS byrjar að greiða út margra milljarða dollara lánið þarf, hins stjórn AGS að samþykkja lánið og er búist við, að sú ákvörðun verði tekin í næsta mánuði.

Stærsta fjárfestingarbanka heims – J.P. Morgan, var falið að laða fjárfesta til Úkraínu. Fjármálarisinn mun meðal annars starfa sem „ráðgjafi“ ríkisstjórnar Úkraínu með það að markmiði að skapa „fjármálastöðugleika“ og „koma á stafrænu hagkerfi.“ Volodymyr Zelenskyy forseti hefur lýst því yfir, að aðilar eins og Goldman Sachs, BlackRock og J.P. Morgan eru nú þegar mikilvægir samstarfsaðilar ríkisstjórnarinnar og að bandarísku fjármálarisarnir séu „þegar orðnir hluti úkraínsku aðferðarinnar.“

Alþjóðabankinn hefur áður lýst því yfir, að endurreisn Úkraínu muni kosta að minnsta kosti 600 milljarða evra – en sú upphæð hækkar með hverjum mánuði, sem stríðið heldur áfram.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila