Ný frétt: Trump lýsir stríði á hendur óeirðaseggjum – Antifa skilgreind sem hryðjuverkasamtök

Donald Trump forseti Bandaríkjanna

Eftir óeirðir í kjölfar andláts blökkumannsins George Floyd hefur Bandaríkjastjórn fengið nóg og grípur nú á afgerandi hátt í taumana m.a. með því að skilgreina öfgavinstri samtökin Antifa (Anti-Fasict Action Group) sem hryðjuverkasamtök. Samtökin hafa verið mjög áberandi með þáttöku í ofbeldi og æsingi og eyðileggingu sem lítið eiga skylt við mótmæli blökkumanna gegn rasisma.
„Bandaríkin skilgreina ANTIFA sem hryðjuverkasamtök” skrifar Bandaríkjaforseti á twitter.

Trump fordæmdi ofbeldið í ávarpi í gær og sagði þá að

 „Við styðjum rétt friðsamlegra mótmæla og hlustum á óskir þeirra. En það sem við sjáum núna á götum borga okkar hefur ekkert með réttlæti eða frið að gera. Minning George Floyd er vanheiðruð af óeirðaseggjum, hnuplurum og stjórnleysingjum. Við getum ekki og megum ekki leyfa litlum hópi glæpamanna og skemmdarverkamanna að eyðileggja borgir okkar og samfélög. Við verðum að verja réttindi sérhvers meðborgara að lifa án ofbeldis, fordóma eða í ótta. Ríkisstjórn mín mun stöðva skrílslæti og við munum gera það kallt. Þau þjóna ekki hagsmunum réttlætis né neinum einstaklingi af hvaða kynþætti, litarhætti eða hverra trúarbragða sem viðkomandi er”.


Alda óeirða hefur riðið yfir margar af helstu borgum Bandaríkjanna og myndir borist umheiminum af bardögum lögreglu og mótmælenda, kveikt hefur verið í opinberum byggingum, brotist í búðir og rænt og ruplað, kveikt í bílum og mótorhjólum og almenn eyðilegging ástunduð. Trúlega hafa efnahagslegar afleiðingar kórónufaraldursins átt sinn þátt í að skapa ástand örvæntingar hjá mörgum en  yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna hafa misst atvinnu og lífsafkomumöguleika sína á tveimur mánuðum.
Hér er nokkrir atburðir undanfarna daga, þetta eru ekki tæmandi upplýsingar þar sem stöðugt bætast við nýjar fréttir:

  • Lögreglan hefur handtekið 1.700 manns í 22 borgum á þremur dögum
  • Þjóðvarðliðið hefur verið kallað til aðstoðar í 12 fylkjum
  • 175 verslunarkeðjum var lokað í 13 fylkjum vegna óeirða
  • 345 handteknir í New York laugardag, 33 lögreglumenn særðir
  • Einn skotinn til dauða í skotárásum í Indianapolis
  • 28 handteknir í óeirðum í Nashville 
  • Lögreglan í Atlanta handtekur 70 manns
  • 18 handteknir í Denver
  • 38 handteknir í Miamai
Hér segir mótmælandi frá því hvernig ofbeldismenn hafa yfirtekið mótmælin
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila