Árás Hamas á Ísrael kom öllum á óvart- Leyniþjónusta Ísrael brást

Árás Hamas samtakanna á Ísrael um helgina virðist hafa komið Mossad leyniþjónustu Ísraela, þar á meðal leyniþjónustu hersins algerlega í opna skjöldu enda ljóst að ef þær hefðu vitað eitthvað um fyrirhugaða árás hefði mannfallið ekki orðið eins mikið og raunin varð. í þættinum Heimsmálin, var ítarleg fréttaskýring af af ástandinu í Ísrael og Palestínu en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir, Pétur Gunnlaugsson og Haukur Hauksson um stríðið sem hófst með árásinni um helgina.

Til umræðu var umfang árásarinnar í Ísrael. Biden Bandaríkjaforseti lét Írana hafa 6 billjon dollara fyrir skömmu m.a. til vopnakaupa og hugsanlega hafa Íranir sendu vopn til Palestínu. Rúmlega 100 Ísraelar hafa verið teknir sem gíslar og Hamasliðar hóta að drepa þá að fyrirmynd ÍSIS. Ástæða árásarinnar sögð m.a. vera yfirstandandi samningaviðræður Saudi-Araba og Írana. Áhrif á hugsanlega útbreiðslu átakanna og afleiðingar fyrir Evrópu. Gaza-svæðið er án rafmagns, vatns og matarsendinga og sprengjuregnið dynur ennþá yfir svæðið.

Meðal þeirra sem féllu voru 260 ungmenni sem stödd voru með fjölda annara ungmenna á tónlistarhátíð en þau voru myrt af hópi Hamas liða sem ruddust inn á tónleikasvæðið og skutu fólk af handahófi. Auk þess rigndi fjölda flugskeyta yfir Ísrael. Jafnframt tóku Hamas liðar fjölda ungmenna með sér og halda sem gíslum á óþekktum stað. Staðfest hefur verið að rúmlega 900 ísraelar hafi látið lífið í árásunum og um 500 manns í Palestínu.

Haukur segir í raun ótrúlegt að leyniþjónusturnar sem eru þær öflugustu í heimi hafi ekki frétt neitt af því sem var í undirbúningi, sérstaklega í ljósi þess að Íran og Líbýa höfðu lagt blessun sína yfur áætlunina fyrir nokkrum dögum síðan. Hann bendir á að leyniþjónusturnar sem sérhæfa sig í að skanna fjarskipti og dulkóðuð skilaboð hafa sína menn mjög víða og innan um alla þá hópa sem mögulega teljast geta ráðist með einhverjum hætti á Ísrael.

Hezbollah gætu blandað sér í átökin

Í þættinum var ræddur möguleikinn á því að átökin gætu hugsanlega stigmagnast og vel sé mögulegt að Hez­bollah hryðjuverkasamtökin frá Líbanon gætu blandað sér í átökin af fullum þunga og einnig hafið árásir á Ísrael. Samtökin séu þegar farin að senda einhverjar flaugar yfir og gætu valdið mun meiri usla setji þau aukinn þunga í átökin. Arnþrúður benti á nýja frétt þar sem fram kom að egyptiskir embættismenn segðu frá því að þeir hafi undanfarið varað Ísreala við að eitthvða stórt gæti gerst á næstunni.

Harðar aðgerðir Ísraelsmanna vekja upp samúð

Pétur benti á að sú hætta væri nú fyrir hendi að harðar hefndaraðgerðir Ísraelsmanna geti vakið upp samúð á meðal múslima í löndunum í kring og þannig gætu átökin tekið á sig breytta mynd og með litlum fyrirvara. þannig gæti brotist út margfalt öflugra og harðara stríð en það sem nú blasir við.

Járnkúpullinn hélt ekki sem skyldi

Fram kom í þættinum að það veki athygli að svokallaður járnkúpull sem eru gríðarlegar loftvarnir sem Ísrael býr yfir og hefði átt að hafa getu til þess að skjóta niður hvert einasta flugskeyti virðist ekki hafa virkað þegar á reyndi.

„þannig það eru að minnsta kosti tvö meiriháttar klúður sem eiga sér stað þarna hjá stjórnvöldum í Ísrael “ segir Haukur.

Hlusta má á ítarlegri fréttaskýringu um átökin á milli Hamas og Ísrael í spilaranum hér að neðan

Hér að neðan má sjá beint streymi frá Gaza þar sem þessa stundina rignir flugskeytum

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila