Árásinni á Nord Stream var beint gegn Þýskalandi

Seymour Hersh. Mynd © Institute for Policy Studies (CC 2.0)

Biden-stjórnin gerði loftárásir á Nord Stream en ekki í þeim tilgangi að hindra Rússa í Úkraínustríðinu heldur til að koma í veg fyrir, að Þýskaland hefði áfram möguleika á ódýrri rússneskri orku. Hinn sögulegi rannsóknarblaðamaður Seymour Hersh opinberar það á ársafmæli hryðjuverkaárásarinnar í Eystrasalti. Árásin var hluti af áætlun „nýíhaldssamra“ til að koma í veg fyrir, að Rússar nái yfirráðum yfir Þýskalandi, stærsta og áhrifamesta hagkerfi Evrópu.

Nýlega var eitt ár síðan gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 voru sprengdar í sundur í Eystrasalti. Þessi sögulegi atburður er nánast horfinn úr fréttaflutningi almennra fjölmiðla. Það er kannski ekki svo skrítið. Að sögn bandaríska Pulitzer sigurvegarans Seymour Hersh voru það Bandaríkin sem með aðstoð Norðmanna sprengdu gasleiðslurnar sem sáu Þýskalandi og Evrópu fyrir gífurlegu magni af ódýru jarðgasi.

Hryðjuverkið tengdist ekki Úkraínu

Á afmæli hryðjuverkaárásarinnar birti Hersh nýja grein á síðu sinni Substack og skrifar, að heimildarmaður hans haldi því fram, að árásinni hafi verið beint að Þýskalandi. Fyrirsögn greinarinnar er: „Ár lyga um Nord Stream.“ Hersh skrifar:

„Eftir skipun Biden um að koma sprengiefninu sem komið var fyrir á leiðslunum af stað tók það aðeins stutt flug fyrir norska orrustuþotu að sleppa breyttum sóni á réttum stað í Eystrasalti til að fullkomna verkið.“

Heimildarmaður með innsýn í aðgerðirnar sagði við Hersh:

„Við gerðum okkur grein fyrir því að eyðileggingin á tveimur rússnesku leiðslum tengdist ekki Úkraínustríðinu.“

CIA stjórnaði hryðjuverkaárásinni

Bandaríski blaðamaðurinn bendir á, að Rússar voru þá þegar á leiðinni að innlima úkraínsku héruðin fjögur í austurhluta Úkraínu. Sprengjuárásin myndi varla aftra Rússum, stríðið hafði þegar staðið yfir í nokkuð nokkurn tíma. Að sögn heimildarmannsins var hryðjuverkasprengingin, sem CIA stjórnaði, þess í stað hluti af „nýíhaldssamri pólitískri dagskrá“ sem miðaði að því að koma í veg fyrir, að Þýskaland og Olaf Scholz, kanslari þess, myndu reyna að opna gasleiðslurnar á ný. Heimildarmaðurinn segir:

„Hvíta húsið óttaðist, að Pútín næði tangarhaldi á Þýskalandi of því næst Pólland.“

Töldu að Þýskaland og síðar Nató yrðu háð Rússlandi

Biden-stjórnin gaf sig á „efnahag Þýskalands og Vestur-Evrópu“ samkvæmt heimildarmanninum. Hersh bendir á að:

„Stjórn Biden sprengdi leiðsluna í loft upp en aðgerðirnar höfðu lítið með sigur eða stöðvun stríðsins í Úkraínu að gera. Það var afleiðing af ótta innan Hvíta hússins, að Þýskaland myndi hleypa á gasflæðinu frá Rússlandi – og að Þýskaland, síðan Nató, yrðu af efnahagsástæðum undir áhrifum Rússa með allar sínar miklu og ódýru náttúruauðlindir.“

Leyniþjónusta Rússa með sams konar upplýsingar og Hersh

Hvíta húsið óttaðist einfaldlega að Bandaríkin myndu missa „langvarandi forskot sitt í Vestur-Evrópu“ yfir til Rússlands, útskýrir Seymour Hersh í grein sinni á Substack. Þess vegna var sprengjuárásin gerð. Að sögn Rússa tóku Bretar einnig þátt í árásinni. Dmitry Peskov, talsmaður yfirvalda í Kreml segir samkvæmt Tass um uppljóstranir Hersh:

„Við vitum ekki hvaða heimildir Hersh hefur, en þær eru alla vega í grundvallaratriðum sams konar upplýsingar sem sérþjónusta okkar hefur undir höndum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila