Aukin Rússafóbía í kjölfar stríðsins – kristnum ortodoxa Rússum neitað að versla í Svíþjóð

Rússneskir rétttrúnaðarkristnir söfnuðir eiga sífellt erfiðara með að starfa í Svíþjóð í umhverfi vaxandi haturs á öllu rússnesku sem hefur brotist út eftir innrás Rússa í Úkraínu. Einum slíkum söfnuði var nýlega meinað að versla í einni verslun á þann hátt sem minnti á gyðingaofsóknir í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar.

Í Svíþjóð eru nokkrir söfnuðir með rússneskan uppruna og kallast „rétttrúnaðar-kristnir.“ Sumir, en langt í frá allir, hafa í dag einhver tengsl við Rússland og enn færri standa að baki árásarstríði Pútíns gegn Úkraínu. En það skiptir engu máli, því allflestir rússneskir rétttrúnaðarmenn í Evrópu eru látnir bera hitann og þungann af því sem stjórnvöld Rússlands hafa gert. Margir segja ástandið líkjast sögulegri sameiginlegri sekt gyðinga sem náði hámarki með útrýmingu nasista á gyðingum í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar.

Neitað um að kaupa stóla

Nýlegt dæmi frá Stokkhólmi, Svíþjóð, er að „rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni um boðun Krists“ sem nær aftur til 17. aldar, var neitað um að kaupa vörur í búð. Átti að kaupa stóla í húsnæði safnaðarins en starfsfólk verslunarinnar neitaði að afgreiða þá, þegar það frétti af trú viðskiptavinarins. Eigandi húsgagnaframleiðandans taldi rétttrúnaðarkirkjuna samseka Pútín í Úkraínustríðinu. Yfirmaður safnaðarins, presturinn Angel Velitchkov, er felmtri sleginn yfir þessari framkomu verslunarinnar. Sérstaklega þar sem söfnuðurinn hefur ekkert haft með Rússland að gera kommúnistabyltinguna fyrir rúmum 100 árum og einnig vegna þess að söfnuðurinn hefur fordæmt innrás Rússa í Úkraínu. Velitchkov segir í viðtali við dagblaðið Dagen sem vakið hefur athygli:

„Ég fékk tölvupóst frá sölustjóranum sem skrifaði, að þeir tækju afstöðu gegn og höfnuðu öllu samstarfi sem styddi rússneska hagsmuni. Án þess að kynna sér bakgrunn og sögu safnaðarins, þá skrifaði sölustjórinn að pöntunin sem ég hafði lagt inn yrði gerð ógild.“

Pöntuðu 40 stóla – ekki 40 brynvarða bíla

Eftir rússnesku byltinguna 1917 kaus söfnuðurinn, sem Velitchkov þjónar, að yfirgefa rússnesku deild rétttrúnaðarkirkjunnar og ganga í staðinn til grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Í dag tilheyrir söfnuðurinn bandaríska rétttrúnaðarbiskupsdæminu og útibúi þess í Búlgaríu. Velitchkov segir:

„Söfnuðurinn okkar hefur ekkert með Rússland og Moskvu að gera, hvorki ríki né kirkjustjórn. Frá því stríðið braust út í Úkraínu höfum við fordæmt það sem blóðuga innrás í fullvalda ríki og alræðishugsjón sem brýtur gegn gildum kristinnar trúar. Við pöntuðum 40 stóla – ekki 40 brynvarða bíla. Mér er eiginlega alveg sama um stólana en þróunin sem við erum að sjá hérna í Svíþjóð núna er hættuleg, þetta eru samræmdar alræðistilhneigingar.“

Rússófóbía löngu fyrir Úkraínustríðið

Ótti hans er ekki ástæðulaus. Rússar hafa fundið fyrir sænskri rússófóbíu löngu fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Dagens Nyheter og Aftonbladet, sem tóku þátt í nornaveiðum á gyðingum á þriðja áratugnum, byrjuðu þegar árið 2017 að þyrla upp hatri gegn rússneskum kaupsýslumönnum af engri annarri ástæðu en að þeir voru Rússar. Nýlega ákvað Evrópusambandið, að allir Rússar sem koma til aðildarríkja sambandsins verði sviptir persónulegum eigum sínum – jafnvel nærfötum. Rússneskt seldir farsímar eru undantekningalaust gerðir upptækir og sá sem kemur á rússneskum bíl verður annað hvort að snúa við eða verða af bílnum sem gerður verður upptækur. ESB dregur enga dul á að um sameiginlegar refsingar er að ræða þar sem refsiaðgerðirnar beinast að „öllum rússneskum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum“ án nokkurra skýringa.

Maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir orðið rússneskt

Angel Velitchkov hefur sætt þrýstingi um að breyta nafni safnaðarins eftir 400 ár í Svíþjóð Honum finnst ekki, að söfnuðurinn eigi að neyðast til þess, bara vegna þess að sumir geti ekki haldið hlutum aðgreindum. Að sögn prestsins er með því verið að beita söfnuðinum sögulegu menningar- og helgisiðatengdu ofbeldi. Hann segir og er augsýnilega mikið niðri fyrir:

„Fræðilega séð gætum við gert það [breytt nafninu]. En engin húsgagnaverslun á að segja okkur hvað við eigum að gera. Þar að auki er orðið „rússneskt“ ekkert slæmt orð sem maður á að þurfa að skammast sín fyrir eða vera notað til að mismuna manni.“

Enn sem komið er engin skilti í búðargluggum: Rússar fá ekki að versla hér

Vegna rússófóbíu æsingar, sem margir sænskir ​​fjölmiðlamenn taka þátt í, þá hefur söfnuður Velitchkovs orðið fyrir áreitni og skemmdarverkum. Meðal annars hefur verið krotað á veggina „Pútín er morðingi“ rétt eins og söfnuðurinn í Stokkhólmi hafi eitthvað með Úkraínustríðið að gera. Söfnuðurinn neyddist því til að setja upp tilkynningar fyrir utan húsnæðið þar sem afstaða safnaðarins er skýrð.

„Þar útskýrðum við að við höfum engin tengsl við rússneska ríkis- og kirkjupólitík“ segir Angel Velitchkov við Dagen. En það dugir ekki:

„Það er orðið erfiðara að versla í verslunum. Enn sem komið er óformlegt, engar búðir hafa – enn sem komið er – sett upp skilti í glugganum með texta eins og Rússar fá ekki að versla hér.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila