Bandaríkin greiða laun 57.000 bláljósastarfsmanna í Úkraínu


CBS 60 Minutes uppljóstraði, að Bandaríkin fjármagna heldur betur miklu meira en einungis vopn til Úkraínu. Meðal annars þá greiða bandarískir skattgreiðendur laun 57.000 bláljósastarfsmanna (lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraliðsmanna.)

CBS 60 Minutes kannaði hvernig bandarískir skattpeningar eru notaðir í Úkraínu. Biden-stjórnin vill senda 24 milljarða dollara til viðbótar til landsins, sem sumir stjórnmálamenn repúblikana eru að reyna að stöðva. Í hvað fara þá peningarnir? Vopn,að sjálfsögðu. En miklu meira en það.

Styrkir meðal annars til að halda fyrirtækjum á floti

Bandarískir skattgreiðendur fjármagna til dæmis fræ og áburð fyrir bændur landsins, laun bláljósastarfsmanna landsins – allt 57.000 þeirra – og niðurgreiða einnig lítil fyrirtæki í Úkraínu eins og fataframleiðendur. Í þættinum segir CBS:

„Innrás Rússa laskaði efnahag Úkraínu um þriðjung. Það kom okkur á óvart að uppgötva að til að halda efnahag Úkraínu á floti, þá styrkja bandarísk stjórnvöld smáfyrirtæki.“

Enginn bandarískur hermaður hefur dáið – enn þá

Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, vill halda áfram að senda peninga til Úkraínu. Hann lítur á þetta sem fjárfestingu, einhverja bestu peninga sem Bandaríkin geta eytt. Bandaríkin hafa ekki misst einn einasta hermann, segir hann. Hins vegar hafa hundruð þúsunda úkraínskra hermanna fallið. Graham sagði í viðtali við CNN:

„Það sem við höfum fengum fyrir fjárfestingu okkar er að við höfum ekki misst neinn hermann. Þetta er frábær samningur fyrir Ameríku.“

Margir reiðir

Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður demókrata, er sammála því og segir við CNN: „Það er bandarísk velgengnisaga að hjálpa félaga sem berst fyrir frelsi.“ Á samfélagsmiðlum eru margir Bandaríkjamenn í uppnámi yfir því, hvernig farið er með peninga þeirra eins og sjá má á nokkrum x-um hérna að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila