Bandaríkin: Kosningaúrslit enn ekki ljós – repúblikanar hafa tryggt 208 sæti í fulltrúadeildinni – demókratar 188 sæti

Nýlega var staðan þessi varðandi kjör til öldungardeildarinnar: Repúblikanar hafa tryggt sér 49 sæti og demókratar 48 þingsæti. 51 þingsæti þarf til að mynda meirihluta í öldungadeildinni. Hver nær meirihluta ræðst af úrslitum m.a. í Arizona, Nevada og Georgia þar sem úrslit eru ekki ljós enn. Í Arizona hefur þingmaður demókrata, geimfarinn Mark Kelly 52% en repúblikaninn Blake Master með 47% þegar búið var að telja 73% atkvæða. Í Nevada leiðir repúblikaninn Adam Laxalt naumlega yfir demókratanum Catherine Cortez Mastro þegar 80% atkvæða voru talin. Í Georgía þarf að kjósa aftur á milli demókratans Raphael Warnock og repúblikanans Herschel Walker, þar sem hvorugur hafði meirihluta, þegar búið var að telja 99% atkvæða. Þar verður kosið 6. desember n.k. Hægt er að fylgjast með talningu með því að smella hér.

Staðan í kosningum til ríkisstjóra. Hægt er að fylgjast með talningu með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila