Bandaríkin og Bretland stöðva rannsóknir á lífefna-rannsóknarstofum í Úkraínu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. (Mynd: MusikAnimal/Wikimedia CC 4.0)

Segir vestrænu ríkin óttast alþjóðlega rannsókn málsins

Bandaríkin, Bretland og Frakkland hindra alþjóðlega rannsókn á lífefnarannsóknarstofum, sem voru til í Úkraínu og Rússar fullyrða að voru notuð til að þróa sýklavopn. Rússar halda því fram, að Bandaríkin hafi notað rannsóknarstofurnar í Úkraínu til að þróa sýklavopn. Rússnesk stjórnvöld hafa því krafist alþjóðlegrar rannsóknar á málinu.

En ekkert verður úr slíkri rannsókn. Þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um tillöguna studdi Kína hana en Bandaríkin, Bretland og Frakkland greiddu atkvæði gegn henni. Tíu aðildarríki lögðu niður atkvæðin. Að sögn Swebbtv varð Dmitry Polyansky, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá SÞ fyrir „miklum vonbrigðum“ með atkvæðagreiðsluna og heldur því fram að „vestræn ríki séu einfaldlega hrædd“ við alþjóðlega rannsókn.

Ef ásakanir Rússa eru réttar, þá hafa Bandaríkin og Úkraína brotið gegn alþjóðasáttmálanum frá 1972, sem bannar þróun, framleiðslu og söfnun sýklavopna. Rannsóknarstofurnar eru staðreynd en samkvæmt Úkraínu hafa þær einungis verið notaðar til „venjulegra vísindarannsókna.“

Telja rannsóknarstofurnar hafa stundað leynilegar tilraunir með sýklavopn

Rússar halda því hins vegar staðfastlega fram, að Bandaríkin og Úkraína hljóti að hafa notað nokkrar af rannsóknarstofunum fyrir „leynileg hernaðarleg lífefnaverkefni“ meðal annars með tilraunum með miltisbrand, kóleru og öðrum bráðasmitsjúkdómum. Rússland sendi með gögn til grundvallar ályktuninni um alþjóða rannsókn, sem þeir vildu að öryggisráðið samþykkti. Þessir viðaukar þarfnast enn skýringa, segir aðstoðarsendiherra Rússlands hjá SÞ.

Dmitry Polyansky sagði eftir atkvæðagreiðsluna í Öryggisráðinu:

„Okkur þykir miður, að ráðið hafi ekki beitt fyrirkomulaginu sem kveðið er á um í 6. grein samningsins um sýkla- og eiturefnavopn (BTWC). Ég minni á, að samkvæmt BTWC „skuldbinda sig öll þau ríki, sem eru aðili að samningnum, til að vinna saman að því að framkvæma allar rannsóknir sem öryggisráðið kann að hefja, í samræmi við ákvæði stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, á grundvelli kvartana sem berast til ráðsins.“

Saka vestrænu ríkin um að brjóta sáttmála Sameinuðu Þjóðanna

„Við undirbúning þessarar ályktunar, þá sýndu vestræn ríki á allan mögulegan hátt, að þau væru hafin yfir lögin og ætluðu ekki að fylgja þessu ákvæði. Þau reyndust reiðubúin til að fótumtroða öll viðmið og brjóta allar reglur – samkvæmt þeirri nýlenduhugsun, sem þau eru vön. Við erum löngu hætt að vera hissa á því.“

„Burtséð frá niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í dag, þá höldum við þessum spurningum áfram til Bandaríkjanna og Úkraínu. Gögnin sem fylgja kvörtun okkar þarfnast enn skýringa. Við munum halda áfram að bregðast við innan ramma BTWC og gera nauðsynlegar tilraunir til að komast að öllum staðreyndum, sem tengjast broti Bandaríkjanna og Úkraínu á skuldbindingum samkvæmt BTWC í tengslum við starfsemi líffræðilegra rannsóknarstofa á úkraínsku yfirráðasvæði. Fyrr eða síðar verða allir gerendur að bera ábyrgð á slíkri ólöglegri starfsemi frammi fyrir alþjóða samfélaginu.“

Deila