Bandaríkin og Kína á leiðtogafundi þrátt fyrir stirðari samskipti

Forsetar Bandaríkjanna og Kína hittust á G 20 leiðtogafundinum á Balí. Leiðtogafundurinn kemur á sama tíma og spenna hefur aukist í Suður-Kínahafi, aðallega vegna deilunnar um stöðu eyríkisins Taívan. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, hefur ítrekað sagt að Taívan eigi að vera innlimað í Kína, með eða án ofbeldis.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði áherslu á, samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu, mikilvægi þess að Bandaríkin og Kína haldi samskiptum á milli landanna tveggja. Biden er einnig sagður hafa sagt að samkeppni milli landanna haldi áfram en að hún megi ekki snúast upp í vopnuð átök. Kommúnistaleiðtoginn sagði, að leiðtogar stóru ríkjanna tveggja ættu að finna leiðir til að bæta samskipti landanna.

Eftir heimsókn forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, til Taívan í ágúst á þessu ári, hafa samskipti landanna versnað hratt og Kína hefur aukið hernaðarógnir sínar gegn Taívan. Þeir skutu meðal annars sprengiflaugum yfir Taívan eftir heimsókn Pelosi, sem hefur ekki gerst áður samkvæmt WION.

Á þingi kommúnistaflokksins um miðjan október í Kína lagði Jinping áherslu á, að Kína væri reiðubúið að beita hervaldi til að gera Taívan aftur hluti af Kína. Þetta kemur fram í þýðingu The Guardian á ræðunni. Kína lítur á Taívan sem hluta af Kína. Að sögn Hvíta húsinu tók Biden forseti upp árásargjarna hegðun Kína í garð Taívan og taldi aðgerðir Kínverja grafa undan stöðugleika á svæðinu.

Einnig var sagt, að báðir aðilar hafi komist að þeirri niðurstöðu, að notkun kjarnorkuvopna sé óviðunandi í stríði. Óttinn við að vopnuð átök brjótist út milli Kína og Bandaríkjanna er yfirvofandi, ef Kína myndi grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila