Bandaríska leyniþjónustan: „Hópur hlynntur Úkraínu“ á bak við sprenginguna á Nord Stream

Bandaríkjamenn eru sakaðir um að standa að baki hryðjuverkaárásinni á Nord Stream í Eystrasalti. Bandarískir leyniþjónustan segir núna „að hópur sem er hlynntur Úkraínu“ sé ábyrgur fyrir að hafa sprengt Nord Stream gasleiðslurnar.

New York Times greinir frá því, að „nafnlausir heimildarmenn blaðsins“ segi að skemmdarverkin hafi „líklegast verið framin af úkraínskum eða rússneskum ríkisborgurum eða hvoru tveggja.“ Hins vegar er ekki hægt að tengja hinn dularfulla hóp beint við úkraínsk né önnur stjórnvöld, að sögn New York Times. „Heimildarmennirnir“ segjast heldur ekki vita neitt meira um þá sem bera ábyrgðina, nema að þeir hafi verið andstæðingar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

Hvernig skemmdarverkamönnunum tókst að framkvæma hina háþróuðu hernaðaraðgerð án aðstoðar einhvers ríkis er hulin ráðgáta. Hvaða sannanir New York Times hefur fyrir upplýsingum er einnig óljóst. En heimildir leyniþjónustunnar fullyrða, að bandarísk stjórnvöld hafi ekkert haft með sprengingarnar að gera.

Rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh birti fyrir mánuði síðan skýrslu með sönnunargögnum um að bandarísk stjórnvöld, í samvinnu við norsk stjórnvöld, skipulögðu og framkvæmdu hryðjuverkaárásina á Nord Stream. Hvíta húsið neitar þessum ásökunum harðlega og segir skrif rannsóknarblaðamannsins tóma hugaróra. Úkraínsk stjórnvöld hafa einnig neitað allri þátttöku í skemmdarverkunum.

Krefst opinberrar rannsóknar á sprengingu Nord Stream

Á myndbandinu hér að neðan má heyra Dennis Kucinich frá demókrataflokknum ræða við Tucker Carlson um árásina á gasleiðslurnar. Kucinich krefst opinberrar rannsóknar á atburðinum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila