Bandarískir þingmenn ræða stöðuna í Norður Kóreu

Bandarískir þingmenn munu koma saman til fundar í dag til þess að ræða ástandið í Norður Kóreu. Fundurinn er haldinn að beiðni Hvíta hússins og verða yfirmenn hersins viðstaddir fundinn ásamt utanríkisráðherranum og varnarmálaráðherranum. Donald Trump segir í samtali við fjölmiðla í dag að ástandið sé heimsvandamál sem brýn nauðsyn sé að leysa. Eins og kunnugt er hefur kjarnorkukafbáturinn USS Michigan verið sendur að strönd Suður Kóreu en hann ber 154 Tomahawk flaugar og er einn fullkomnasti kafbátur heims.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila