„Barátta um framtíð siðmenningarinnar“ – Musk berst gegn ritskoðunaræði elítunnar

Forstjóri Twitter, Elon Musk, segir að Apple hafi hótað að fjarlægja Twitter úr App Store. En fyrirtækið vill ekki gefa upp hvers vegna, skrifar hann í færslu. Að auki hefur Apple að mestu hætt að auglýsa á Twitter. Musk skilur ekki af hverju svo margir „hata tjáningarfrelsið.“ Musk segir:

„Ef málfrelsið glatast – jafnvel í Bandaríkjunum, þá er harðstjórn það eina sem er framundan.“

Árásir hnattræningjanna halda áfram á Twitter eftir að Elon Musk keypti fyrirtækið. Musk hefur að miklu leyti endurheimt málfrelsið á netmiðlinum. Hann hefur meðal lýst yfir almennri sakaruppgjöf gegn áður bönnuðum reikningum. Elon Musk segir, að Apple hóti að fjarlægja Twitter úr App Store. Verði það gert, þá geta iPhone notendur ekki hlaðið niður appinu. Musk skrifar:

„Apple hefur hótað að draga Twitter úr App Store, en mun ekki segja hvers vegna. Þetta er barátta um framtíð siðmenningarinnar. Ef málfrelsið glatast jafnvel í Bandaríkjunum, þá er harðstjórn það eina sem er framundan.“

Samkvæmt Reuters hafa upplýsingarnar ekki verið staðfestar af Apple, en þær væru ekki óhugsandi „vegna þess að fyrirtækið hefur reglulega framfylgt reglum sínum og áður fjarlægt öpp eins og Gab og Parler“.

Og þetta er raunverulegt vandamál vegna þess að Apple og Google „stjórna á áhrifaríkan hátt aðgangi flestra að internetinu í gegnum appbúðir sínar“ útskýrir Elon Musk. Hann segir samtímis, að Apple sé að mestu hætt að auglýsa á Twitter. Musk spyr:

„Hata þeir málfrelsið í Ameríku?“

Elon Musk segist ætla að birta opinberlega upplýsingar sem leiða í ljós „bælinguna á málfrelsinu“ sem átti sér stað á Twitter undir fyrri stjórn fyrirtækisins. hann segir:

„Skrárnar verða brátt birtar á Twitter sjálfu. Almenningur á skilið að vita hvað raunverulega gerðist.“

Fox News greindi frá því í vor, að 99% af framlögum starfsmanna Twitter fyrir miðkjörfundarkosningarnar í Bandaríkjunum gengu til demókrata. Elon Musk segir kaldhænislega:

„Þetta hljómar engan vegin hlutdrægt!“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila