Barneignum fækkar mikið í Svíþjóð og er sú lægsta í 54 ár í mörgum sveitarfélögum

Fæðingum í Svíþjóð fækkaði mikið á síðasta ári. Í 20 af 21 lénum og í 215 af 290 sveitarfélögum landsins fækkaði fæðingum miðað við árið áður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði frá Hagstofu Svíþjóðar, Statistiska Centralbyrån SCB, skrifar stofnunin í fréttatilkynningu. Svíþjóð fylgir sama munstri og er í öðrum löndum en yfirvöld geta ekki útskýrt hvers vegna svo er. Íbúum landsins fjölgar þó einkum vegna áframhaldandi innflutnings fólks.

8,3% minnkun barneigna 2022 miðað við 2021

Hagstofan birti á miðvikudag nýjustu tölur sínar um fæðingar í Svíþjóð. Hagstofan skrifa á vefsíðu sinni:

„Nýburum fækkaði mjög í Svíþjóð árið 2022 miðað við fyrri ár.“

Árið 2022 fæddust 104.734 börn sem er 9.529 færri börn en árið 2021. Þetta er 8.3% lækkun. Fæðingartíðni hefur ekki verið svona lág síðan 2005 – og er í 22 sveitarfélögum og tveimur lénum sú lægsta í að minnsta kosti 54 ár. Ann-Marie Persson, þjóðskrárfræðingur hjá sænsku hagstofunni segir:

„Núverandi tímaröð okkar um fæðingatíðni í Svíþjóð hefst árið 1968. Fara þarf enn lengra aftur í tímann til að finna ár, þegar færri börn fæddust í þessum lénum og sveitarfélögum eða á þeim svæðum sem samsvara tölunum á þeim tíma.“

Þrátt fyrir minnkun barneigna fjölgar Svíum vegna fólksinnflutnings

Aðeins í einni sýslu, Västmanland, fjölgaði fæðingum – en þá aðeins um sex börn. Hagstofan hefur engar skýringar á því, hvers vegna barneignum fækkar um 8,3%. Lena Lundkvist, lýðfræðingur, hjá hagstofunni segir.

„Erfitt er að segja nákvæmlega hvaða þættir liggja að baki fækkun barneigna árið 2022. En við sjáum, að börn sem fæðast á hverja konu fer fækkandi bæði meðal sænskfæddra og erlendra kvenna. Munstrið á fækkun barna er það sama í Noregi og Danmörku.“

Íbúum fer engu að síður fjölgandi aðallega vegna áframhaldandi mikils fólksinnflutnings. Í lok desember 2022 nam fjöldi skráðra einstaklinga í Svíþjóð 10.521.556 manns, sem samkvæmt sænsku hagstofunni er opinber íbúatala síðasta árs. Það er aukning um 69.230 manns – eða 0,7 prósent – ​​samanborið við árið 2021.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila