Biden fjölskyldan hræðir andstæðinga til þagnar

Center for Strategic & International Studies, CC BY 3.0 / Gage Skidmore from Surprise, AZ, United States of America, CC BY-SA 2.0

Biden fjölskyldan, undir forystu Hunter Biden, sonar Joe Biden forseta, hræðir fólk frá því að lögsækja sig og bera vitni gegn sér. Devon Archer, fyrrverandi starfsmaður fjölskyldunnar, bar vitni um það, þegar hann kom fyrir rannsóknarnefnd á Bandaríkjaþingi.

Á fimmtudag birtu repúblikanar í fulltrúadeildinni út afrit af vitnisburði Devon Archer fyrir þingnefndinni. Er um eina ítarlegustu frásögnina hingað til um hvernig yngri Biden notaði eftirnafnið til að stunda viðskipti. Archer bar vitni um, að Hunter Biden hafi verið með þáverandi varaforseta Joe Biden í hátalarasímanum oftar en 20 sinnum með viðskiptafélögum til að selja „vörumerkið.“ Archer sagði einnig, að Biden fjölskyldan hræddi fólk frá því að rannsaka ólöglega starfsemi fjölskyldunnar.

Árið 2014 gerðust bæði Devon Archer og Hunter Biden meðlimir í stjórn úkraínska orkufyrirtækis Burisma, sem var í sakamálarannsókn. Burisma greiddi Hunter Biden $83.000 á mánuði fyrir stjórnarstarfið. Að sögn Archer var Biden „vörumerkið“ ástæðan fyrir því, að Hunter Biden átti sæti í stjórn Burisma Holdings.

Saksóknarinn rekinn

Archer bar einnig vitni um, að í desember 2015 hafi Mykola Zlochevsky, stofnandi Burisma og Vadym Pozharski forstjóri, þrýst á Hunter Biden að fá aðstoð frá Washington varðandi úkraínska saksóknarann ​​Viktor Shokin, sem rannsakaði fyrirtækið vegna spillingar. Árið 2018, montaði Joe Biden sig af því að hafa rekið Shokin þremur árum áður í opinberri heimsókn til Úkraínu. Archer sagði að Hunter Biden, ásamt Zlochevsky og Pozharski, „hringdu til Washington DC“ til að tala um réttarástandið. Biden, Zlochevsky og Pozharski gengu í burtu til að taka símtalið.

Breitbart greindi áður frá því, að vitnisburður Archer staðfestu sönnunargögn, sem tengja Joe Biden við mútufyrirkomulag, þar sem erlent fyrirtæki greiddi Hunter Biden í skiptum fyrir notkun á „vörumerkinu Biden.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila