Biden-fjölskyldunni verður stefnt til að mæta við yfirheyrslur Bandaríkjaþings

Snaran dregst að glæpafjölskyldu Joe Biden forseta Bandaríkjanna. Formaður eftirlitsnefndar Bandaríkjaþings sem rannsakar peningagreiðslur til Biden, Kames Comer á innfelldri mynd í hvítum ramma. Hunter Biden lengst t.v., Joe Biden forseti Bandaríkjanna í miðju og bróðir forsetans, James Biden t.h.

Formaður eftirlitsnefndar Bandaríkjaþings, Kames Comer, sagði á fimmtudag að hann ætli að stefna meðlimum Biden fjölskyldunnar, þar á meðal Joe og Hunter, í rannsókn fulltrúadeildarinnar á erlendum mútum og ásökunum um spillingu á hendur Biden. Comer sagði í viðtali við Fox (sjá myndskeið að neðan): „Þetta endar með því, að meðlimir Biden fjölskyldunnar koma fyrir nefndina. Við ætlum að stefna fjölskyldunni.“

Comer talaði daginn eftir að eftirlitsnefndin birti bankareikninga með yfir 20 milljónum dollara í greiðslur til Biden-tengdra skeljafyrirtækja frá erlendum ólígörkum í Rússlandi, Úkraínu og Kasakstan ásamt skýrslu sem tengir tímasetningu greiðslna við fundi og símtöl sem Joe Biden tók þátt í með þessum sömu ólígörkum á meðan hann var varaforseti.

Allt gert til að hindra rannsóknir þingsins

Comer sagði, að hann rannsakaði Biden fjölskylduna með því að safna saman sönnunargögnum sem halda fyrir dómstólum. Sú viðleitni mætti hins vegar hindrunum:

„Þetta er flókið mál og dómsmálaráðuneytið, FBI, leyniþjónustan, IRS og lögfræðingar Biden fjölskyldunnar leggja stein í götu okkar við hvert fótmál.“

Kames Comer var í viðtali við Maria Bartiromo á Fox Business, þegar hann lýsti því yfir, að hann ætlar að stefna Joe og Hunter Biden. Spurður að því, hvenær stefnan kæmi svaraði Comer, að eftirlitsnefndin ætli fyrst að ræða við þrjá eða fjóra viðskiptafélaga til viðbótar eftir að hafa nýlega lokið vitnayfirheyrslu með Devon Archer fv. viðskiptafélaga og vinar Hunter Bidens. Comer sagði rannsóknina taka sinn tíma, þótt reynt sé að hraða málum.

Sönnunargögn um peningagreiðslur til Biden fjölskyldunnar

Fjölmargir fjölskyldumeðlimir Biden fengu ágóða af erlendum viðskiptum Hunter Biden samkvæmt bankareikningum og skýrslum um grunsamlegar athafnir sem fjármálaráðuneytið heldur utan um. Comer hefur sagt að hann hafi ekki getað séð, hvaða vöru Biden fjölskyldan seldi fyrir utan aðgang að ríkisstjórn Bandaríkjanna og möguleikum til áhrifa ásamt vörumerkinu Joe Biden. Hér að neðan eru listuð upp nokkur sönnunargögn:

  • Eftirlitsnefndin hefur sönnunargögn um meira en 20 milljónir dollara greiðslur frá erlendum aðilum til Biden fjölskyldunnar og viðskiptafélaga þeirra.
  • Hunter Biden og Devon Archer notuðu Rosemont Seneca til að flytja inn milljónir frá ólígörkum í Evrópu og Asíu. Hunter Biden reyndi að dylja greiðendur og upphæðir.
  • Í febrúar 2014 sendi rússneskur ólígarki 3,5 milljónir dala til skeljafyrirtæki tengdu Hunter Biden og Devon Archer: Rússneski milljarðamæringurinn Yelena Baturina millifærði 3,5 milljónir dala til Rosemont Seneca Thornton, skeljafyrirtækis. Um það bil 1 milljón Bandaríkjadala var flutt til Devon Archer og afgangurinn var notaður til að fjármagna nýjan fyrirtækjareikning, Rosemont Seneca Bohai, sem Devon Archer og Hunter Biden notuðu til að taka á móti öðrum erlendum greiðslum.
  • Vorið 2014 setti úkraínskur ólígarki Archer og Biden í stjórn Burisma og samþykkti að greiða þeim 1 milljón dala á árlega. Greiðslur frá Burisma fyrir bæði Devon Archer og Hunter Biden voru sendar til Rosemont Seneca Bohai. Greiðslur voru sendar í stigvaxandi upphæðum á mismunandi bankareikninga Hunter Biden.
  • Í apríl 2014 færði ólígarki í Kasakstan ákveðna upphæð inn á bankareikning sem Archer og Biden notuðu. Daginn eftir keypti Hunter Biden Porche sportbíl fyrir nákvæmlega sömu upphæð sem greitt var fyrir frá sama bankareikningi.
  • Hunter Biden fékk milljónir dollara í greiðslur frá Yelena Baturina, Burisma og Kenes Rakishev. Biden varaforseti borðaði kvöldverð með þeim vorið 2014 og 2015 í Washington.

Hér að neðan má sjá hluta úr myndskeiði þar sem Comer talar um að stefna Biden fjölskyldunni og viðtalið í heild á YouTube myndskeiði þar fyrir neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila