„Bidenbólgan“ 12,8% – Bandaríkjamenn horfa á laun og sparnað brenna á verðbólgubálinu

Óðaverðbólgan étur upp laun og sparnað fólks um allan heim.

Tipp insights birti nýverið lista yfir vöruverðshækkanir í Bandaríkjunum eftir að Joe Biden tók við stjórn í Hvíta húsinu. Hér að neðan er nokkur helstu tölur „Bidenbólgunnar.“ Vísitala neysluverðs sem ríkisstjórnin birti í vikunni sýndi 8,2% verðhækkun milli ára frá september 2021 til september 2022.

Opinbera neysluvísitalan segir ekki alla söguna um verðhækkanir í forsetatíð Bidens. Verðbólgan sem TIPP mældi og byggir á sömu gögnum var 12,8% í september, 12,6% í ágúst og júlí og 12,7% í júní. TIPP bjó til eigin mælikvarða sem notar febrúar 2021, mánuðinn eftir embættistöku Biden forseta, sem grunn.

Allar mælingar TIPP vísitölu neysluverðs eru festar við grunnmánuðinn febrúar 2021 og byggja á sömu gögnum og Hagstofan „Bureau of Labor Statistic“ BLS notar. Við hlið TIPP mælinga eru opinberar tölur gefnar upp í sviga til samanburðar.

  • Neysluverðsvísitalan í september var 12,8% (8,2% skv. BLS).
  • Verð hefur hækkað um 12,8% síðan Biden forseti tók við embætti (8,2% skv. BLS).
  • Matarverð hefur hækkað um 15,4% síðan Biden forseti tók við völdum (11,2% skv. BLS).
  • Orkuverð hefur hækkað um 39,4% (19,8% skv. BLS).
  • Kjarnavísitalan var 10,2% (6,6% skv BLS). Kjarnavísitalan er verðhækkun á öllum vörum, að frátöldum matvælum og orku.
  • Bensínverð hefur hækkað um 48,4% síðan Biden forseti tók við embætti (18,2% skv. BLS).
  • Ástandið er orðið það slæmt, að margir Bandaríkjamenn íhuga að taka aðra samhliða atvinnu til að komast af.

Sjá nánar hér:

Sjá má helstu hækkanir á meðfylgjandi töflu:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila