Blaðamenn sluppu með skrekkinn þegar sprengja lenti á húsi rétt við dvalarstað þeirra á Gaza

Blaða og myndatökumenn á vegum The Indepented sluppu í nótt með skrekkinn þegar mjög öflug sprengja lenti á húsi aðeins í um 30 metra fjarlægð frá þeim stað þar sem þeir dvelja á Gaza.

Blaðamennirnir hafa undanfarna daga verið að mynda frá þaki byggingar þar sem þeir hingað til hafa talið sig vera nokkuð óhulta og meðal annars sent þaðan beint myndstreymi. Í nótt bar það hins vegar til tíðinda sem fyrr segir að sprengja lenti á íbúðarblokk aðeins þrem húsum frá byggingunni þar sem blaðamennirnir eru. Telja blaðamennirnir að sprengjan hafi lent þarna af slysni því aðeins hafi verið um eina sprengju að ræða og var nokkuð langt frá því svæði sem Ísrealsher hefur beint spjótum sínum að í nótt.

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan eru sólarsellur á þaki hússins mjög illa farnar og sömuleiðis hlið blokkarinnar. Ekki er vitað hvort fólk hafi verið inni í blokkinni þegar sprengjan lenti á henni.

Hér má sjá einn myndatökumanna The Independent í miðju sprengjuregninu í morgun óttasleginn á svip.

Þegar þessi frétt er skrifuð er farið að birta til á gasa og hefur sprengjuregnið færst í aukanna frá því í nótt.

Hér að neðan má einmitt sjá beina streymið sem blaðamennirnir senda út.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila