Blóðbað í skotárás við verslunarmiðstöð í Kristianstad í gær – þrír alvarlega særðir

Skotárásir í Kristianstad í Suður Svíþjóð í gær við verslunarmiðstöðina Gamlegårdens centrum. Þrír alvarlega særðir á sjúkrahúsi (sksk Samnytt/skorin mynd)

Skotárásirnar flæða daglega út um allt land í Svíþjóð. Mánudagskvöld var skotið á barnafjölskyldu í bíl í Upplands Bro í norðvesturhluta Stokkhólms. Kornabarn var í bílnum en öll sluppu með hræðsluna en mörgum kúlum var skotið í bílinn. Tveir menn á vélhjólum keyrðu upp að bifreiðinni og hófu skotárás. Slíka heppni hafði ekki kona á baðströnd í Luleå í norður Svíþjóð, þegar útsendarar glæpaklíku frá Stokkhólmi birtust skyndilega og drápu hana mitt fyrir framan augu annarra baðgesta í síðustu viku. Sá atburður var að kvöldlagi svo ekki voru svo margir baðgestir en það breytir ekki skotárásinni. Margar aðrar skotárásir hafa átt sér stað í Svíþjóð s.l. viku sem fréttaritari hefur ekki haft tíma til að fara yfir en ef lesendur heimasíðu Útvarps Sögu vilja fá smá tilfinningu fyrir ástandinu sem líkist stríðsástandi, þá er hér linkur á samnytt.se með myndaupptökum úr myndavélum lögreglumanna að fást við glæpahópa í Gautaborg. Það þarf að vera áskrifandi gegn vægu gjaldi til að geta séð myndina.

Blóði drifin slóð í verslunarmiðstöðinni

Í gær um fjögurleytið fékk lögreglan tilkynningu um skotárásir í tveimur borgarhlutum Kristianstad, Näsby och Gamlegården. Í verslunarmiðstöðinni Gamlegården. Margir særðust og farið var með þrjá alvarlega særða einstaklinga á sjúkrahús, konu á sjötugsaldri og tvo karlmenn á þrítugsaldri. Skv. Kristianstadsbladet var útidyrum sjúkrahússins eftir það lokað og verðir settir fyrir utan en það eru reglur sem sjúkrahúsin fylgja vegna hættu á uppþotum og árásum á sjúkrahúsið og starfsmennina, þegar glæpahópar senda sitt fólk þangað í kjölfar skotárása. Lögreglan hefur handtekið 3 unglinga grunaða um morð en Calle Persson hjá lögreglunni segir „fleiri geti verið viðriðnir málið.“

Rickard Lundqvist blaðafulltrúi lögreglunnar sagði við Sydsvenskan að „nokkrir fundust særðir af byssuskotum í Näsby och Gamlegården. Við vinnum að því að gera okkur grein fyrir því, hversu margir eru særðir og höfum kallað á sjúkralið.“ Vandamál eru á þessum svæðum og setti lögreglan m.a. inn dróna fyrir betra eftirlit um tíma í fyrra.

Fjölmiðillinn Samnytt birtir myndir sem sýna blóði drifna slóð inni í verslunarmiðstöðinni. Lögreglan lokaði verslunarmiðstöðinni, hluta af bílastæðum fyrir utan og einnig öðrum stöðum í bænum vegna rannsóknar málsins. Skv. upplýsingum sænska sjónvarpsins var skotárásin utanhúss við verslunarmiðstöðina og einnig á öðrum stað/stöðum í bænum. Daginn áður hafði einnig átt sér stað skotárás en engar upplýsingar eru um særða eftir þá árás.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila