Breski rithöfundurinn David Icke skilgreindur sem „þriðja stigs hryðjuverkamaður“ – bannað að ferðast til Hollands og Schengen landa

David Icke. Foto: Tyler Merbler

Glóbalistarnir bæta ferðabanni við ritskoðun uppljóstrara og skilgreina þá sem „þriðju gráðu hryðjuverkamenn“

Ríkisstjórn Hollands hefur bannað breska rithöfundinum David Icke að koma til landsins. Þetta hefur hollenska fréttastöðin RTL Nieuws eftir heimildum. Að sögn sonar Davids Icke er faðir hans ekki einungis bannlýstur í Hollandi heldur einnig innan alls ESB. Icke fullyrti nýlega að ríkisstjórn Hollands væri „að fullu í eigu“ World Economic Forum.

Að sögn fréttastöðvarinnar RTL Nieuws eru það stjórnvöld í landinu sem standa að baki ákvörðuninni eftir að flóttamannayfirvöld IND mátu í samráði við lögregluna að ekki ætti að neita David Icke að koma til Hollands.

Incke átti að halda ræðu í mótmælum í Amsterdam næsta sunnudag það er að segja á morgun. En það verður ekki, þar sem ríkisstjórn Hollands meinar honum að koma inn í landið á þeim forsendum að rithöfundurinn ógni „almennri reglu.“ Sonur David Icke, Gareth Icke, segist hafa fengið þetta staðfest og að það gidi ekki aðeins um Holland heldur einnig fyrir allt ESB. Hann skrifar á Twitter (sjá neðar á síðunni):

„Fékk tölvupóst frá Hollendingum. Faðir minn, David Icke, hefur verið meinuð innganga í ESB í tvö ár. Þeir halda því fram, að hann sé „þriðja stigs hryðjuverkamaður.“

Segir hollensku ríkisstjórnina vera eign World Economic Forum

Að sögn RTL er óvenjulegt að fólki sé meinað að koma til Hollands. Áður hefur nokkrum íslömskum æðstaprestum verið meinað að koma inn í landið. Flóttamannayfirvöld IND skrifa í athugasemd til RTL Nieuws:

„Ef það eru áþreifanlegar vísbendingar um að útlendingur ógni almennri reglu eða þjóðaröryggi getur IND ákveðið að tilkynna útlendinginn í upplýsingakerfi Schengen (SIS II) sem útlending sem ekki megi fá inngöngu á Schengen-svæðið. Í kjölfarið er útlendingnum meinaður aðgangur við landamærin.“

Þetta þýðir, að sögn blaðsins, að David Icke er bannlýstur innan alls Schengen-svæðisins. David Icke er þekktur fyrir harða gagnrýni sína á völd glóbalista. Hann ferðast um og heldur fyrirlestra um málið. Hann gagnrýndi hollensk stjórnvöld í viðtali við London Real í ágúst. Hann hélt því meðal annars fram, að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins væri „alfarið í eigu World Economic Forum.“

„Hvers vegna hefur hann tilkynnt að Holland, sem er næststærsti matvælaútflytjandi heims, ætli að ráðast á bændur og taka land þeirra af þeim á tímum matarskorts og vandamála með aðfangakeðjur? Af hverju gerir hann það? Ef fólk er háð þér með mat þá stjórnar þú því. Þegar nóg er af ódýrum mat ræðurðu ekki við það. Þegar nóg er af ódýrri orku, þá ræðurðu ekki við það. Vantar eitthvað jafngildir ósjálfstæði og stjórnun. Þess vegna ráðast þeir á framboð á orku og mat.“

Sjá má einnig heimildarmyndina „Renegade“ um David Icke sem var gerð árið 2019 neðar á síðunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila