Breskir sjómenn æfir vegna kröfu ESB um yfirráð fiskimiða

Breskir sjómenn eru æfir vegna kröfu sem Evrópusambandið hefur sett fram um að sambandið muni fá umráðarétt yfir 60% breskra fiskimiða vegna þeirrar ákvörðunar breta að ganga út úr ESB. Hagsmunasamtök sjómanna bæði í Bretlandi og Skotlandi hafa mótmælt kröfunni harðlega og fullyrða að ríkisstjórnir landanna beggja muni aldrei samþykkja að gefa frá sér fiskimiðin og benda á að um þjóðarauð sé að ræða, og segja kröfuna álíka fáránlega eins og verið væri að biðja Frakka um að gefa frá sér 60% vínberjauppskerunnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila