Bretland, Þýskaland og Frakkland bregðast við friðarsamningi Kína um Úkraínu

Undir Biden valda Bandaríkin ekki lengur siðferðilegum grundvelli. Eftir að hafa skilið þúsundir Bandaríkjamanna eftir í Afganistan og látið Afganistan í hendur talibana, þá stendur Biden á bak við þær aðgerðir Úkraínu, sem halda stríðinu gangandi við Rússland.

Biden stendur á bak við viðleitni Úkraínu til að hunsa friðarsamninga við Rússland svo Kína er að taka forystuna að vinna að friðarsamningum. Samkvæmt Zerohedge hafa Bretland, Þýskaland og Frakkland brugðist við friðaráætlun Kína vegna Úkraínu- og Rússlandsstríðsins:

„Nató hefur „svarað“ friðartillögu Kína í Úkraínu … með því að frumskoða friðaráætlun sem sagt er að þrír helstu bandamenn Vesturvelda séu að vinna að. Áætlunin byggist á því, að Úkraína geri varnarsáttmála við Nató (þótt ekki verði um formlega aðild að Nató að ræða) og Kænugarður bjóði Rússlandi viðræður mögulega með einhverri eftirgjöf landssvæða á borðinu.“

Vilja kaupa tíma svo hægt sé að útbúa Úkraínu með fullkomnustu vopnum nútímans

Sagt er að vestrænir leiðtogar hafi „vaxandi efasemdir“ um hernaðargetu Úkraínu til að endurheimta landsvæði – þannig að það sé „raunsærra“ mat, þegar eitt ár er liðið og stríðið komið í öngstræti. The Wall Street Journal lýsir í stórum dráttum áætlun Þjóðverja, Frakklands og Bretlands sem hér segir:

„Þýskaland, Frakkland og Bretland líta á sterkari tengsl milli Nató og Úkraínu sem leið til að hvetja Kænugarð til að hefja friðarviðræður við Rússa síðar á þessu ári, sögðu embættismenn frá ríkisstjórnunum þremur, þar sem sum vestræn samstarfsríki Kænugarðs hafa vaxandi efasemdir um getuna til að endurheimta öll yfirráðasvæði Úkraínu.“

„Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, lagði í síðustu viku fram uppkast að samkomulagi um að veita Úkraínu miklu víðtækari aðgang að háþróuðum herbúnaði, vopnum og skotfærum til að verja sig þegar stríðinu lýkur. Hann sagði að áætlunin ætti að vera á dagskrá ársfundar Atlantshafsbandalagsins í júlí.“

„En ef áætlunin byggist á því að búa til „virkið Úkraínu“ með auknum vopnasendingum, þar á meðal skriðdrekum og hugsanlega þotum, þá er ólíklegt að Moskva taki því vel – sérstaklega ef ekki verða gefin eftir landssvæði í áætluninni.

Zelenskí segir Bandaríkin glata leiðandi stöðu í heiminum og jafnframt Nató ef Bandaríkin hætti að styðja Úkraínu

Zelenskí segir – sem svar við vaxandi andstöðu á stuðningi við stríðið í Úkraínu, að Bandaríkin muni glata hlutverki sínu sem leiðtogi heimsins og forystu í Nató – ef Bandaríkin dragi úr eða hætti að styðja Úkraínu samanber tístið hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila