Breytt landslag í heimi netrisa – ný fyrirtæki sækja á – Twitter og Facebook tapa milljörðum

Margir yfirgefa einokunarrisana eftir útilokun á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Bæði Facebook og Twitter hafa tapað miklu fé á útilokun Trumps.

Það getur verið erfitt fyrir venjulegt fólk að losna úr einokunarstöðu netrisanna. Hráar árásir netrisanna á tjáningarfrelsið sem einungis er útskýrt með „reglum fyrirtækisins“ og lokanir á aðgangi fjölda einstaklinga helst þá í Bandaríkjunum kemur þeim sjálfum í koll. Verðbréf Twitter og Facebook hafa snarlækkað eftir að fyrirtækin hentu Bandaríkjaforseta út í kuldann og núna flýja viðskiptavinir gömlu netrisanna annað í leit að tjáningarfrelsinu. Spurningin er þá, hvað er hægt að gera? Hér listum við upp nokkra valkosti:

Í staðinn fyrir Twitter

Allir sem nota Twitter og jafnvel þeir sem ekki gera það, gera sér margir grein fyrir ritskoðuninni á fólki til hægri í stjórnmálum enda Twitter virkt tæki fyrir vinstri sinnaða. Hér eru önnur fyrirtæki með sams konar þjónustu og Twitter:

GAB.com – stækkar óðfluga núna eftir atburði síðustu daga.

Parler var í örum vexti en netrisarnir útilokuðu fyrirtækið frá markaðinum, tóku burtu appið frá Google Play og App Store. Heimasíðan liggur niðri eftir að Amazon lokaði aðgangi Parler að tölvuverum sínum. Samt of seint að telja þá úr leiknum svo betra að fylgjast með hvað þeir munu gera.

Í staðinn fyrir Facebook

Undanfarið hafa ýmsir keppinautar Facebook sýnt sig en engum hefur enn tekist að ná nægjanlegri markaðsstærð til að ógna einokunarstöðu Facebook.

VK.com er stærsti keppinautur Facebook eins og er með hundruði milljónir notenda.

MeWe er annar valkostur, þeir segjast standa vörð um tjáningarfrelsið á netinu

Í staðinn fyrir Chrome/Explorer

Það er einnig gott að losa sig við vafra netrisanna. Einn slíkur valkostur er

DISSENTER sem er framleitt af sama fólkinu og bjó til GAB.com sem valkost við Twitter. Vafrinn byggir á Brave vafranum og gerir notendum kleift að skrifa athugasemdir á öðrum síðum. Samtímis verndar stoppar vafrinn auglýsingar og netnjósnir og verndar þannig hag einkalífsins.

Í staðinn fyrir WhatsApp/Messenger

Facebook á WhatsApp. Bara það eitt er ástæða til að skipta. WatsApp safnar miklu meiri upplýsingum um þig en aðrir og núna í febrúar boðar fyrirtækið enn frekari persónunjósnir sbr:

Í einföldu máli þá þýðir það, að WhatsApp mun spora í hvaða hópum þú ert mest virkur, hvað þú lætur fara frá þér og hvers konar skilaboð þú sendir, fjölda WhatsApp samtala og við hverja þú talar, í hvað þú eyðir peningum (mundu að þú færð einnig WhatsApp Pay núna), hvaða síður þú ferð oftast inn á og hvaða skilaboð þú deilir t.d. með Facebook og Instagram

Telegram hefur yfir 500 milljónir notenda í dag og tekur afstöðu gegn Facebook og Google sem Telegram segir hafa „rænt“ einkahögum fólks. Telegram gæti verið ágætis fyrsta skref frá WhatsApp og Messenger.

Signal er einnig vinsæll valkostur sem margir nota í dag. Sagt að Snowden hafi notað Signal.

Element sem notar Matrix-netið sem er kóðað kerfi.

Í staðinn fyrir Gmail

Google á Gmail yfirburða einokunarstöðu á markaðinum, lokar fyrir notendur sem ekki fylgja „reglum“ fyrirtækisins.

Zoho er eins og Google líka með aðra þætti eins og Zoho þar sem hægt er að búa til skjöl, reikniblöð og þeir hafa einnig appa fyrir CRM, eyðublöð og annað. Byrjaðu með að skrá þig hjá þeim og flyttu svo smám saman yfir til þeirra.

Í staðinn fyrir leit með Google

Því miður er Google allsráðandi sem leitunarvél á Internet en það eru til valkostir.

DuckGoGo er ekki eins afkastamikið og Google en betri leitunarvél þegar leitað er að hlutum sem Google bannar/lokar fyrir/ eða sýnir ekki.

Í staðinn fyrir YouTube

Rumble
BitChute
Odysee
Daily Motion

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila