Coolio segir Trump hafa vakið áhuga venjulegs fólks á stjórnmálum – Íhugaði sjálfur að bjóða sig fram í embætti varaforseta

Coolio

Rapparinn heimsþekkti Coolio segir Donald Trump fráfarandi forseta Bandaríkjanna hafa vakið upp áhuga venjulegs fólks á stjórnmálum og blásið hugrekki í brjóst þeirra sem hingað til hafa ekki þorað að stíga fram með áhugaverðar hugmyndir. Þetta kemur fram í viðtali tónlistarmiðilsins Vibe við rapparann þar sem hann var spurður um stjórnmálaskoðanir sínar.

Coolio segir að þegar Trump hafi náð kjöri hafi Trump með því sýnt að ef maður sem ekki hefur bakgrunn á pólitísku sviði en hefur áhuga á að láta að sér kveða sé það raunverulega hægt, menn geti haft mismunandi skoðanir á forsetanum fráfarandi en þegar allt komi til alls sé það ekki það sem raunverulega skiptir máli heldur það veganesti sem framboð Trump og sigur hans á sínum tíma hafi komið til leiðar

það eina sem þú þarft að hafa er að hafa munninn fyrir neðan nefið, ekki láta mótlætið berja þig niður og kunna að ná til fólks í gegnum samfélagsmiðla, þannig færðu fólkið með þér„,segir Coolio.

Hann segist sjálfur hafa velt fyrir sér stjórnmálaferli eftir að hafa fylgst með Trump á forsetastóli

ég íhugaði í fullri alvöru að bjóða fram mína krafta og gefa kost á mér í embætti varaforseta en örlögin hafa ætlað mér annað og ég verð að fara eftir vegvísi örlaganna sem hafa það hlutverk fyrir mig að semja meiri tónlist, þar á ég heima„.

Þá segir Coolio að þegar hann horfir á stjórnmálin sem hinn venjulegi borgari þá sé hann ekki í nokkrum vafa um að djúpríkið hafi ítök og teygi anga sína víða

ég trúi því staðfastlega að hér sé djúpríki sem þurfi að uppræta og hér sé í raun ekkert eins og það líti út fyrir að vera í fyrstu„.

Hér fyrir neðan má hlusta á smellinn Gangsta´s paradise sem Coolio sendi frá sér árið 1995 og naut gífurlegra vinsælda, en lagið hefur meðal annars fengið hálfan milljarð spilana á tónlistarveitunni Spotify sem leit þó ekki dagsins ljós fyrr en 2008 og gefur það nokkuð góða mynd af vinsældum lagsins. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila