Covid-lokanir voru ólöglegar – Madrid endurgreiðir sektir til íbúanna

Spænska borgin Madrid neyðist til að endurgreiða 1,7 milljónir evra sektir, sem borgaríbúum var gert að greiða við lokun Spánar á upphafsstigi Covid-faraldursins.

Í júlí 2021 voru ráðstafanir sem gripið var til í upphafi „neyðarástandsins“ við Covid-faraldurinn í Madrid dæmdar ólöglegar af spænska stjórnlagadómstólnum. Um var að ræða takmarkanir t.d. að neyða íbúana til að vera heima hjá sér á meðan lokun stóð yfir.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að ráðstafanir stjórnvalda voru ólöglegar, þar sem til þeirra var gripið áður en Spánarþing setti lög um neyðarástand.

Inmaculada Sanz, forseti borgarstjórnar Madrid, tilkynnti nýlega, að allt fé verði endurgreitt til fólks sem var sektað fyrir að brjóta gegn Covid-takmörkunum borgarinnar á tímum lokunarinnar. Borgarstjórn Madrid birti opinberlega tilkynning um endurgreiðslur í síðustu viku.

Sektirnar námu 1,7 milljónir evra

Inmaculada Sanz lýsti því yfir, að hann vonist til þess að endurgreiðsla peninganna til þeirra sem voru sektaðir taki ekki langan tíma – en að það gæti orðið aðeins lengri biðtími eftir endurgreiðslu á sektum, sem hafa farið í gegnum réttarkerfið miðað við upprunalegu sektirnar sem greiddar voru nær samstundis í byrjun faraldursins.

1,7 milljónir evra í sekt sem borgarlögreglan í Madrid innheimti – eftir að „viðvörunarástandi“ var lýst yfir í mars 2020 – verða endurgreiddar til þeirra rúmlega 5.600 manns sem fengu 600 evrur eða 300 evrur í sekt að sögn El Mundo.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila