Dagblað kallar eftir „sakaruppgjöf yfirvalda“ – Mikil reiði meðal almennings sem krefst réttlætis

Bandaríska tímaritið Atlantic birti grein þar sem kallað er eftir „sakaruppgjöf“varðandi aðgerðir yfirvalda og allra átaka og skaða sem komu í kjölfarið á meðan heimsfaraldurinn svokallaði stóð yfir. En fáir virðist hafa áhuga á slíkri sakaruppgjöf. Yfirskrift greinarinnar er „Lýsum yfir sakaruppgjöf heimsfaraldursins“  (Let’s explain pandemic amnesty). Þar færir greinarhöfundurinn rök fyrir sakaruppgjöf, vegna þess sem gerðist í Covid. Í greininni segir m.a.:

„Falsupplýsingar voru og eru enn stórt vandamál. En flest mistökin voru gerð af fólki sem unnu í þágu þess besta fyrir samfélagið… Los Angeles County lokaði ströndum sínum sumarið 2020. Eftir á að hyggja var þetta ekki skynsamlegra en gönguferðir fjölskyldu minnar með andlitsgrímur. En við verðum að læra af mistökum okkar og sleppa þeim síðan. Við verðum líka að fyrirgefa áhlaupin… Að halda áfram skiptir sköpum núna, því heimsfaraldurinn skapaði mörg vandamál sem við erum enn að leysa.“

Eftir birtingu greinarinnar loguðu samfélagsmiðlar af reiðum athugasemdum gegn greininni og þess krafist í staðinn, að þeir sem réðu ferðinni verði að sæta ábyrgðar á gjörðum sínum. Neðar á síðunni eru dæmi um umræðurnar. Einn skrifar á Twitter:

„Aldrei í helvíti. Þessir villimenn eyðilögðu mannslíf, eyðilögðu líf barna, neyddu aldraða til að deyja aleina og jarðarfarir voru ekki leyfðar og núna vilja þeir fá fyrirgefningu“ 

„Þeir neyddu fólk til að hætta við jarðarfarir og ástvinir voru kvaddir í gegnum Skype. Engin sakaruppgjöf vegna heimsfaraldurs. Ábyrgð“ skrifar þingmaðurinn Troy Nehls.

Kona skrifar: „Systir mín í Frakklandi gat ekki farið neitt í næstum ár. Engin kaffihús, veitingahús, kvikmyndahús eða neitt annað því hún er ekki bólusett og neitaði að taka sprautuna. Vinnufélagar hennar sátu í fjarlægð frá henni í mötuneytinu. Sakaruppgjöf vegna heimsfaraldurs?? Aldrei nokkru sinni!“

Einn bendir á: „Þeir vilja „sakaruppgjöf“ fyrir fólk sem handtók mæður sem fóru með börn sín í almenningsgarða, eyðilögðu skólagöngu barna og rústuðu milljónum fyrirtækja.“

„Viljið þið fá sakaruppgjöf? Við krefjumst réttlætis! Við munum aldrei gleyma því sem þið gerðuð!“

„Ég las greinina. Svo horfði ég á myndbandið af öldruðu konunni á hjúkrunarheimili að reyna að knúsa son sinn gegnum gluggann og örvæntingu hennar, þegar hún áttar sig á því að það er ekki hægt. Það er engin sakaruppgjöf í orðaforða mínum í dag.“

„Þetta fólk vill sakaruppgjöf?! Held nú ekki“ skrifar bandaríski leikarinn Rob Schneider á Twitter og lætur fylgja með myndband með lögregluofbeldi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila