Dagur stigi til hliðar sem formaður borgarráðs

Páll Vilhjálmsson bloggari og blaðamaður

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Borgarráð samþykkir tillögu sjálfstæðismanna að innri endurskoðun borgarinnar rannsaki gjafagjörninginn er olíufélögin fengu afhentar ókeypis lóðir andvirði tugi milljarða króna. Gjafagjörningurinn fór fram í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar með tilheyrandi leynimakki.

Innri endurskoðun er hluti af stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þótt Dagur sé hættur sem borgarstjóri situr hann enn í borgarstjórn og er formaður borgarráðs. Um borgarráð segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar:

Borgarráð fer, ásamt borgarstjóra, með framkvæmda- og fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. 

Það gefur auga leið að til að lágmarstrúverðugleiki sé á rannsókn innri endurskoðunar borgarinnar getur Dagur ekki setið áfram sem formaður borgarráðs. Dagur er yfirmaður þeirra sem rannsaka gjafagjörninginn.

Dagur hlýtur að stíga til hliðar sem formaður borgarráðs á meðan rannsókn stendur yfir á embættisverkum hans sem borgarstjóra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila