Danmörk: „Alheimsstríð um gildi“

Forsætisráðherra Danmerkur Mette Frederiksen

Það er „alþjóðlegt gildisstríð“ í gangi í heiminum og Vesturlönd eiga á hættu að tapa þessu stríði varaði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, við á „öryggisráðstefnu“ glóbalistanna í München (sjá Youtube myndband að neðan). „Þess vegna verður að grípa til fjölda ráðstafana.“

Stríðið gegn Rússlandi í Úkraínu verði að halda áfram, þangað til Rússland tapar

Á öryggisráðstefnunni í München í síðustu viku safnaðist öll „valdaelíta“ alþjóðahyggjunnar á Vesturlöndum saman. Þessir samankomnu valdhafar – eru sem bræðralag á árlegum fundum eins og World Economic Forum í Davos eða ráðstefnunni í Munchen. Glóbalistarnir eru sammála um, að stríðið gegn Rússlandi í Úkraínu verði að halda áfram, þangað til Rússland tapar. Fleiri vopn til Úkraínu. Meira fé fyrir Kænugarðsstjórnina, sem samkvæmt Bill Gates er „ein sú versta í heimi; spillt og stjórnað af nokkrum auðmönnum.“

Stríðið í Úkraínu snýst um heimsskipunina og „gildi.“ Fullyrt er að byssur séu leiðin til friðar, sem minnir á öfugmælasetninguna „stríð er friður“ úr myrkri skáldsögu George Orwell „1984.“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði á öryggisráðstefnunni í München:

„Við verðum að gera eins mikið og við getum til að styðja Úkraínu með vopnum. Við verðum að gera það hraðar. Við verðum að vinna nánar saman innan Evrópu til að halda framleiðslunni áfram. Vegna þess að það er gríðarlega mikilvægt að gefa meira og hraðar en líka að geta varið okkur.“

Snýst um svo miklu meira

„Ef okkur sem Evrópuríkjum tekst ekki að byggja upp sterk bandalög við Indland, Asíu, Afríku og aðra staði í heiminum, þá töpum við heimsstyrjöldinni um gildin.“

„Við verðum því að gera marga hluti samtímis. Allar kreppur sem við stöndum frammi fyrir tengjast sín á milli. Auðvitað verðum við að hjálpa Úkraínu. Við verðum að vinna þetta stríð og þeir munu aldrei geta unnið það á eigin spýtur. Við verðum að vinna þetta með þeim. Við verðum að byggja upp sterkara ESB og öflugra samstarf. En við þurfum líka að vera miklu virkari á alþjóðavettvangi.“

Hlustaðu á yfirlýsingu hennar á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila