Danmörk lækkaði styrkina um helming og þá snarminnkaði innflutningurinn

(myndir t.v. Gémes Sándor/SzomSzed, CC 3.0 / t.h. Hans Jørgensen, nathue.dk, CC 2.5).

Að minnka bæturnar um helming þýddi fimm þúsund færri innflytjendur

Danska ríkisstjórnin er ófeimin að taka á innflytjendavandamálunum og ryður veg Norðurlanda í þeim málum. Þegar Danir innleiddu langa röð aðgerða til að herða innflytjendastefnuna og lækkuðu styrki um helming árið 2002 leiddi það til þess að innflytjendum fækkaði. Ný hægri ríkisstjórn Svíþjóðar íhugar að gera slíkt hið sama.

Í samkomulagi nýju ríkisstjórnarinnar í Svíþjóð og Svíþjóðardemókrata eiga þeir sem ekki eru sænskir ​​ríkisborgarar fyrst að vinna og borga skatta áður en þeir geta notið stuðnings velferðarkerfisins.

Olof Åslund, gestaprófessor í þjóðhagfræði við háskólann í Uppsölum, hefur lesið danskar skýrslur um það sem hefur gerst, eftir að styrkir til hælisleitenda voru lækkaðir um helming. Åslund segir í viðtali við sænska ríkisútvarpið:

„Það kom í ljós að þegar bætur voru lækkaðar, þá fækkaði innflytjendum og þegar bætur hækkuðu þá fjölgaði innflytjendum. Niðurstaðan varð því sú, að bein tengsl eru á milli bóta og fólksinnflutninga til Danmerkur.“

Telur að fátækt innflytjenda skapi grundvöll glæpamennsku

Mette Blauenfeldt, deildarstjóri hjá dönsku flóttamannasamtökunum DRC, telur að skert framlög hafi neikvæð áhrif á aðlögun.

„Fjölskyldurnar verða fátækari og eyða tímanum í að láta enda ná saman. Fara í mismunandi verslanir til að finna ódýrasta matinn og hætta þátttöku í aðlögunarskapandi starfsemi fyrir sig og börnin, vegna þess að þau ekki efni á því.“

Frekari áhrif voru þau, að fleiri karlar fá fljótar vinnu en konur sem þá eru heima. Glæpum hefur fjölgað t.d. þjófnaði. Til lengri tíma litið má búast við aukinni hættu á ofbeldisglæpum og klíkutengdum glæpum meðal ungs fólks.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila