Deila Indlands og Kanada vegna morðs á Indverja í Kanada

Diplómatísk samskipti Indlands og Kanada eru á hrakhólum, þar sem löndin tvö tilkynntu um brottvísanir diplómata. Forsætisráðherra Kanada hefur hert ásakanir um,að Indland sé bendlað við dauða Sikh-aðskilnaðarsinnans Hardeep Singh Niijar, sem var skotinn til bana í Bresku Kólumbíu í Kanada í júní. Yfirvöld Indlands segja ásökunina fáránlega.

The Guardian greinir frá: „Indland – og stjórnvöld á Indlandi – þurfa að taka þetta mál af fyllstu alvöru. Við gerum það“ sagði Trudeau. Hann lýsir ásökunum sem „mjög alvarlegum“ og varar við „víðtækum afleiðingum“ samkvæmt alþjóðalögum:

„Við munum fylgja eftir með sönnunargögnunum og tryggja að unnt verði að draga fólk til ábyrgðar.“

Trudeau „stærsti brandari í heimi“

Nýlega var Pavan Kumar Rai, æðsti meðlimur erlendu leyniþjónustu Indlands sem starfar í Kanada rekinn úr landi. Indversk yfirvöld brugðust skjótt við og skipuðu háttsettum kanadískum stjórnarerindreka að yfirgefa landið innan fimm daga. Áberandi einstaklingar á Indlandi hafa gagnrýnt Trudeau harðlega á samfélagsmiðlum. Þannig kallar einn þingmaður kanadíska forsætisráðherrann „stærsta brandara í heimi í leiðtogagervi.“ Gaurav Arya, hershöfðingi á eftirlaunum, segir að loka eigi sendiráði Kanada í Indlandi.

Lögreglan hefur enn ekki borið kennsl á tvo grímuklædda menn sem skutu Najjir, þar sem hann sat í vörubíl sínum. Mennirnir tveir flúðu í silfurlitaðri Toyota Camry og yfirvöld leita einnig að þriðja grunaða.

Kanada hefur enn ekki lagt fram nein sönnunargögn

Associated Press greinir frá

„Kanada hefur enn ekki komið með neinar vísbendingar um þátttöku Indverja en ef satt væri þá myndi það marka mikla breytingu fyrir Indland. Öryggis- og leyniþjónusta Indverja eru grunaðar um fjölda morða í Pakistan. En að skipuleggja dráp á kanadískum ríkisborgara í Kanada, þar sem næstum 2 milljóna manna af indverskum uppruna búa, er fordæmalaust.“

Fékk viðvörun

Nijjar var eftirlýstur af indverskum yfirvöldum sem höfðu heitið verðlaunum fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku hans. Þegar hann var myrtur var hann að vinna með hópnum „Sikhs For Justice“ að skipuleggja óopinbera Sikh-atkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Indlandi. Kanadíska leyniþjónustan hafði varað Niijar við því, að „málaliðar“ myndu reyna að myrða hann.

Á G20 leiðtogafundinum í Nýju Delí sleppti Trudeau kvöldverði indverska forsetans. Kanadíski stjórnarandstöðumaðurinn Pierre Poilievre sagði við fjölmiðla í vikunni:

„Ég held að forsætisráðherrann þurfi að koma hreint fram með allar staðreyndir. Við þurfum að vita allar mögulegar sannanir til þess að Kanadamenn geti tekið afstöðu í málinu. Forsætisráðherra hefur ekki lagt fram neinar staðreyndir. Hann kom með yfirlýsingu. Ég legg áherslu á, að hann sagði mér ekkert meira í einrúmi en hann hefur sagt Kanadamönnum opinberlega. Svo við viljum sjá meiri upplýsingar.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila