Deja-WHO: Nú á fólk að taka nýjar sprautur vegna nýrra XBB afbrigða segir WHO

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er heltekin Covid-veirunni og skilgreinir ný afbrigði á færibandi. Með nýjum afbrigðum koma nýjar sprautur ef marka má „ráðgjafanefnd“ WHO sem krefst þess núna, að lyfjarisarnir taki fram sérstök bóluefni gegn XBB 1.5 og XBB 1.6 afbrigðum. Í þetta sinn á samt að hlífa „frískum börnum og unglingum“ við sprautunni.

Daily Mail greinir frá: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin óskar eftir því, að ný Covid-bóluefni verði þróuð fyrir næsta vetur sem miða við stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar. Ráðgjafahópur stofnunarinnar sagði að uppfæra ætti núverandi bóluefni svo það taki mið af núverandi XBB stofni veirunnar. Sprautur sem nú eru notaðar í Bretlandi og Bandaríkjunum miða við upprunalega Omicron stofninn en XBB.1.5 eða XBB.1.16 afbrigðin hafa þróast úr þeim stofni. Þessi nýju afbrigði eru enn frekari stökkbreytingar og núverandi bóluefni hafa minni möguleika á að koma í veg fyrir sýkingu eða alvarleg veikindi vegna þeirra. Í tilkynningu ráðgjafahópsins segir:

„Ráðgjafahópurinn vekur athygli á og ítrekar að núverandi samþykkt Covid bóluefni, þar með talin þau sem byggð eru á Wuhan-veirunni, halda áfram að veita verulega vernd gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða. En þörf er á nýjum lyfjaformum af Covid-bóluefni til að bæta vernd gegn sjúkdómseinkennum.“

Nýtt afbrigði getur valdið „bleiku auga“

Hópurinn leggur til að hannað verði bóluefni gegn XBB afbrigðum veirunnar, sem nú eru ráðandi ásamt XBB.1.5 sem samanstendur af 64% bandarískra tilvika. Þá var einnig lögð áhersla á XBB.1.16 afbrigðið, kallað „Arcturus“ og eru áhyggjur af því, að þessi stofn smiti mun meira en aðrir stofnar, fréttir frá Indlandi segja að hann geti valdið „bleiku auga“ hjá sjúklingum.

Í könnun bandarísku Smitsjúkdómavarnastofnunarinnar, CDC, komu fram helstu ástæður þess, að fólk tók ekki örvunarsprautur var vegna þess að það hélt að það væri verndað og hefði myndað ónæmi ásamt ruglingi um hvort örvunarsprautur gerðu nokkuð gagn. Þer sem tóku ekki tvöfaldar sprautur voru líklegastir til að útskýra það með því, að þeir væru „of uppteknir“ til að bólusetja sig. Bandaríkin treysta á bóluefni Pfizer og Moderna, sem bæði nota mRNA tækni til að mynda ónæmi gegn veirunni. Hönnuðir bóluefnisins segja það auðvelt að „fínstilla mRNA formúluna“ til að fá frumur til að búa til mótefnavakana úr XBB afbrigðinu frekar en frá Omicron stofninum.

Gæti orðið árleg bólusetning eins og með flensuna

Pfizer, Moderna og Novavax hafa þegar sagt að þau séu að þróa útgáfur af Covid-bóluefninu fyrir XBB.1.5 ásamt öðrum stofnum. Í júní er áætlað að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, haldi fund um samsetningu bóluefnanna síðar á árinu. Reiknað er með því, að bóluefnaframleiðendur uppfæri bóluefnin svo þau passi við nýjustu afbrigðin.

Ráðgjafahópur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem mælir með því að þörf sé á breytingum á innihaldi Covid-bóluefna í framtíðinni, sagði að áfram ætti að nota bóluefni sem nú eru samþykkt í samræmi við ráðleggingar stofnunarinnar. WHO endurskoðaði ráðleggingar sínar um bólusetningu gegn Covid í lok mars og lagði til að heilbrigð börn og unglingar þyrftu ekki nauðsynlega á viðbótarsprautu að halda. Á fyrstu dögum heimsfaraldursins vöruðu sérfræðingar við því, að heimurinn gæti að lokum náð þeim punkti, þar sem þörf verður á nýju uppfærðu Covid-bóluefni árlega rétt eins og bóluefni gegn inflúensu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila