Demókratar krefjast þess að Fox News reki Tucker Carlson

Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjanna, skorar á Rupert Murdoch eiganda Fox News að stöðva þáttastjórnandann Tucker Carlson. „Lýðræðið“ krefst þess, að mati stjórnmálamannsins. Eftir að Tucker Carlson hefur hafið birtingu á myndböndum frá árásinni á þinghúsið árið 2021 hafa demókratar hoppað í bræði sinni yfir að hafa misst einokunarstöðuna á frásögninni af atburðinum.

Meðal annars sést á myndböndum hvernig maðurinn með hornin „Qanon shaman“ svokallaði, sem bent hefur verið á sem leiðtoga meintrar uppreisnar, var í rólegheitum innandyra þinghússins í fylgd lögreglu sem virtust vera leiðsögu- og kynningarmenn að sýna honum þinghúsið. Alla vega voru lætin í hornamanninum ekki meiri en svo, að engum viðstöddum lögreglumanni datt í hug að hefta för hans.

Demókratar fara úr límingunni

Umfjöllun Tucker Carlson á atburðinum hefur komið demókrötum úr jafnvægi. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjanna, kallaði þátt Tucker Carlson „einhvern þann svívirðilegasta þátt sem nokkurn tíma hefði sést í sjónvarpi.“ Schumer sagði á þriðjudaginn:

„Fox News þáttastjórnandinn Tucker Carlson sýndi langan þátt í gærkvöldi, þar sem hann hélt því fram, að árásin 6. janúar á þingið væri ekki ofbeldisfull uppreisn.“

Schumer lýsti því yfir að núna hvíldi sérstök skylda á herðum Rupert Murdoch, eiganda Fox News, „að stöðva Tucker Carlsons frá því að sýna fleiri slíka þætti.“

„Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið okkar.“

Bæði demókratar og einstakir repúblikanar virðast hafa hagsmuni af því að loka fyrir Tucker Carlson

Tucker Carlson sagði í nýjum þætti, að hann sé gagnrýndur fyrir þáttinn, ekki aðeins af æðstu mönnum demókrata, heldur einnig af repúblikönum. Báðir aðilar, ásamt fjölmiðlum, virðast hafa sameiginlega hagsmuni af því að sú mynd sem gefin hefur verið af 6. janúar verði ekki véfengd. Hlýða má á boðskap Tucker Carlson á myndbandinu hér að neðan.

Forseti Bandaríkjaþings ver ákvörðun sína að senda 40 þúsund klukkustunda myndbönd frá 6. janúar 2021 til Tucker Carlson

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila