Die Zeit fagnar því að innflytjendur verði bráðum í meirihluta

„Bráðum fá þeir völdin“ segir í yfirskrift athyglisverðrar fréttar um innflytjendur í þýska Die Zeit. Með fylgir mynd af bíl með hópi innflytjenda. Die Zeit skrifar: „Þýskaland neitar að sjá hvað það er í dag: land þar sem farandfólk verður ekki lengur í minnihluta heldur er eftirsóttara en nokkru sinni fyrr.“

Þegar blaðið dreifði greininni upphaflega á samfélagsmiðlum skrifuðu þeir:

„Aðlögun heyrir sögunni til: Þýskaland er annað stærsta innflytjendaland í heimi og upprunalegir Þjóðverjar verða líklega í minnihluta meðal margra í fyrirsjáanlegri framtíð. Hvað gerist núna?“

Þýskaland hefur aldrei verið öruggara

Venjulega lýsa stórir fjölmiðlar því sem samsæriskenningu að sagt sé, að Þjóðverjar séu við það að verða minnihluti í eigin landi. Greinin í Die Zeit reynir að fá lesandann til að íhuga, að Þýskaland hafi nánast alltaf verið land innflytjenda, þar sem vísað er til þess að Prússland hafi einu sinni tekið við erlendum (evrópskum og kristnum) verkamönnum.

Blaðið fullvissar einnig um, að Þýskaland hafi „aldrei verið öruggara“ þrátt fyrir að tölfræðin sýni að glæpum eins og morðum og hópnauðgunum fari ört fjölgandi og að mjög stór hluti glæpverka sé framinn af innflytjendum. Fjöldi hópnauðgana náði nýju meti árið 2022 og helmingur þeirra sem grunaðir eru um glæpina hafa ekki þýskan ríkisborgararétt skrifar Remix News. Ekki er greint frá því í tölfræðinni, hversu margir nauðgaranna eru innflytjendur sem hafa fengið þýskan ríkisborgararétt.

Hörð viðbrögð stjórnmálamanna

Greinin vakti hörð viðbrögð þýskra stjórnmálamanna bæði frá hægri og vinstri. Þeir síðarnefndu telja, að það sé skaðlegt að vekja svona mikla athygli á að verið sé að skipta út íbúum landsins. Eftir gagnrýnina kaus Die Zeit að eyða upprunalegri færslu sinni á samfélagsmiðlum, með myndinni af innflytjendunum í bílnum. Í staðinn var birt önnur mynd sem sýnir tvær hvítar konur sjá tíst að neðan.

Samtímis var undirfyrirsögninni breytt í:

„Undanfarin ár hefur Þýskaland orðið annað stærsta innflytjendaland heims án þess að vilja í raun viðurkenna það. Hvað er að gerast næst?“

Það skapaði bara enn þá meiri reiði. „Þessi setning er jafnvel enn verri en sú gamla“ sagði til dæmis Marius Mestermann, vinstrisinnaður blaðamaður hjá Der Spiegel. Aðrir hrósa Die Zeit hins vegar fyrir að hafa í raun veitt þessum breytingum í landinu athygli.

Íbúum Þýskalands fjölgar á methraða. Árið 2022 komu 1,5 milljónir nýrra innflytjenda. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 komu 163.000.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila