Disney leggur niður tvær af teikniseríum Andrésar Andar – „Samræmast ekki gildum fjölmenningarinnar“

Disney mun ekki lengur dreifa tveimur verkum Andrésar Andar teiknarans Don Rosa, þar sem þær eru taldar innihalda „umdeilda persónu.“ Um er að ræða tvær seríur með Joakim frænda, sem Disney leggur niður, sem Don Rosa uppljóstrar sjálfur um á Facebook.

Í tölvupósti sem hann fékk frá Disney skrifar fyrirtækið meðal annars eftirfarandi:

„Sem hluta af áframhaldandi skuldbindingu sinni til fjölmenningar og sameiningar er Walt Disney Company í því ferli að nútímavæða sögusafn sitt. Fyrir vikið verða nokkrar sögur, sem ekki samræmast þeim gildum, því ekki birtar lengur. Þetta á við um tvær af sígildum sögum þínum „Ríkasta önd í heimi“ og „Draumur lífsins.“ Þessar sögur verða ekki lengur með í endurprentun eða nýjum söguseríum.“

Fyrirtækið Egmont, sem dreifir teikniseríunni um Andrés Önd í Noregi, staðfestir hinn pólitískt rétttrúnað. Tonje Tornes blaðafulltrúi segir við Nettavisen:

„Við þekkjum málið og það á einnig við um ákveðnar útgáfur í Noregi.“

Bombie The Zombie

Getgátur eru uppi um að ritskoðun Disney á Andrés önd stafi af persónunni „Bombie The Zombie“ sem er þeldökkur uppvakningur, sem Joakim frændi hittir í Afríku. Hann er með í „Lífsdraumnum“ frá 2002 en ekki í „Ríkustu önd í heimi“ frá 1994. Það er einnig rætt um, að önnur serían sé í rauninni „Heimsveldissmiðurinn frá Kalísóta“ og þar birtist einnig uppvakningurinn „Bombie The Zombie“ en þeirri sögu er oft ruglað saman við söguna um „Ríkustu öndina í heiminum.“

Hér að neðan má sjá facebókarfærslu Don Rosa og þar fyrir neðan tíst um málið:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila