„Dómsdagsflugvél“ Bandaríkjanna lenti á Íslandi

Lykilflugvél bandaríska sjóhersins, ef til kjarnorkustyrjaldar kemur, hefur lent á Íslandi samkvæmt yfirlýsingu sem yfirstjórn Bandaríkjanna fyrir herafla í Evrópu „EUCOM“ greindi frá s.l. þriðjudag (sjá tíst neðar á síðunni). Er „dómsdagsflugvélin“ send til Evrópu skömmu eftir, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skrifaði undir lög um að Rússland drægi sig út úr START kjarnorkusamningnum.

Irish Sun segir frá:

Áhöfn E-6B Mercury, sem skipað er starfsfólki Bandaríkjahers, hitti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ásamt öðrum embættismönnum og herforingjum. E-6B Mercury flugvélin er almennt kölluð „dómsdagsflugvél“ vegna þess að hún er hönnuð til að þjóna sem stjórnstöð á lofti ef til allsherjar kjarnorkustríðs, hörmunga eða annarra stórfelldra átaka kemur. Dómsdagsflugvélin flytur m.a. fyrirskipanir herstjórnar á jörðu niðri um virkjun skotmarka fyrir kjarnorkueldflaugar sem skotið er bæði úr kafbátum sem og frá landi í verkefni sem kallast TACAMO „Take Charge And Move Out.“

Dómsdagsvélin send eftir að Rússland dró sig úr viðræðum um eftirlit með kjarnorkuvopnum

Fréttin barst rétt eftir að Moskvu sendi Washington opinbera tilkynningu um Rússar hættu við áframhaldandi þátttöku í samningi um fækkun kjarnorkuvopna milli Bandaríkjanna og Rússlands. Samningurinn á að takmarka kjarnorkubirgðir beggja þjóða og gera hvorum aðila um sig kleift að fylgjast með vopnabúri hins. Rússland og Bandaríkin saka hins vegar hvert annað fyrir að hafa brotið samninginn með því að leyfa ekki eftirlit með kjarnorkuvopnum.

Pútín sakar Bandaríkin um að krefjast þess að Rússar hlíti sáttmálanum „á meðan þeir gera eins og þeim sýnist.“ Rússland gerir kröfu um að fá „skýra hugmynd“ um kjarnorkuvopnabúr Nató – þar á meðal kjarnorkuvopna í eigu Bretlands og Frakklands svo hægt sé að halda áfram að virða sáttmálann.

Boeing E-6 Mercury (áður E-6 Hermes) er flugstjórnstöð fyrir hernaðarleg fjarskipti sem byggir á Boeing 707-320. Upprunalega E-6A var framleidd af varnardeild Boeing fyrir þjónustu bandaríska sjóhersins í júlí 1989 og kom í stað EC-130Q. Síðar kom E6-B sem er í notkun í dag. Talið er að nokkrar slíkar dómsdagsvélar séu í notkun í dag. Sjá má myndband frá Bandaríkjaher um dómsdagsvélina að neðan og á undan tíst yfirstjórnar Bandaríkjahers í Evrópu og frétt um lendingu dómsdagsvélarinnar á Íslandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila