Donald Trump: Kína verður að taka ÁBYRGÐ á Covid hörmungunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, telur að Kína verði að axla ábyrgð á uppkomu Covid-19, sem í nokkur ár hefur haldið heiminum í heljargreipum og hafði í för með sér gífurlegan kostnað bæði í peningum og mannslífum. Yfirlýsing Trumps kemur eftir að margar þýðingarmiklar stofnanir telja, að veiran hafi líklega komið vegna leka á rannsóknarstofu.

Breska dagblaðið Daily Mail birti umræðugrein, þar sem Donald Trump lýsir því yfir, að Kína verði að taka ábyrgð á uppkomu Covid-19. Nýlega hafa margar stórar stofnanir eins og FBI og bandaríska orkumálastofnunin komist að þeirri niðurstöðu, að veiran hafi líklega komið vegna leka á rannsóknarstofu. Það er þvert á við fyrri skoðun um að veiran kæmi frá dýraríkinu.

Trump sakaður um samsæriskenningu

Lengi vel var tilgátan um lekann frá rannsóknarstofu mjög umdeild og af opinberum aðilum talin vera samsæriskenning. Ein af ástæðunum fyrir þeirri afstöðu var sú, að Trump var að baki þeirri hugmynd og allt gert til að sverta hann af stjórnmálaástæðum.

Eftir valdaskiptin í Hvíta húsinu og þegar í ljós kemur, að veiran gæti líklega stafað af leka á rannsóknarstofu, þá telur Trump mikilvægt að þeir sem hafi ranglega upplýst um uppruna veirunnar sýni ábyrgð. Trump segir Kína þar á meðal, sem hann fullyrðir að hafi sagt ósatt um það sem þeir vissu um veiruna og að auki fjölda aðila hjá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum.

„Öll glóbalistaelítan – frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, til fjölmiðla, til Anthony Fauci, til heilbrigðisyfirvalda, til spilltra tæknirisa Silicon Valley, til Joe Biden – vann hörðum höndum að því að þagga niður, ritskoða og læsa öllum hugmyndum um, að hin svokallaða rannsóknarstofuleka-kenning gæti verið sönn.“

WHO ómarktæk stofnun vegna samráðs við kommúnistaflokk Kína

Trump sakar þessa aðila um að ganga erinda kínverska kommúnistaflokksins, sem gerði erfiðara um vik að ræða raunverulegan uppruna veirunnar. Hann gagnrýnir einnig núverandi forseta Joe Biden fyrir að hafa lagt niður rannsókn sem Trump setti af stað til að komast að því, hvernig veiran kom upp. Jafnvel Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, er harðlega gagnrýnd af Trump fyrir að taka einhliða afstöðu með Kína meðan á heimsfaraldrinum stóð.

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin verður líka að bera ábyrgð. WHO sinnti málefnum Kína í gegnum allt ferlið. Þeir studdu kenninguna um „uppruna í náttúrunni“ og mistókst algjörlega að kanna möguleikann á því að veiran gæti hafa komið frá rannsóknarstofu. Með aðgerðum sínum hylmuðu þeir yfir með Kína allan tímann.“

Trump vill að Bandaríkin yfirgefi WHO, vegna þess að stofnunin skortir trúverðugleika í gegnum samráð sitt við Kína. Ennfremur krefst Trump þess, að Kína beri ábyrgð sína á heimsfaraldrinum með því að bæta heiminum fjárhagslega fyrir tjónið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila