Dýrslegt morð á 12 ára stúlku sem rýtingur í frönsku þjóðarsálina

12 ára gömul stúlka var myrt á hrottalegan hátt í Frakklandi. Fyrir utan að vera skorin á háls var henni nauðgað og tölur málaðar á lík hennar. 24 ára gömul alsírsk kona, sem vistaðist ólöglega í Frakklandi er grunuð um hið hrottafengna morð og hefur það verið olía á eldinn í umræðunni um innflytjendamálin í Frakklandi.

Ólöglegur innflytjandi grunaður um hið hrottalega morð

Fyrir rúmri viku síðan tilkynntu foreldrarnir Delphine og Johan Daviet, að Lola 12 ára dóttir þeirra kom ekki heim eftir skólann. Faðirinn Johan starfar sem húsvörður í fjölbýlishúsi í París, þar sem þau búa og í gegnum starfið ​​hefur hann aðgang að eftirlitsmyndavélum. Á myndböndunum sáu foreldrarnir greinilega dóttur sína fara inn í fjölbýlishúsið ásamt óþekktri konu.

Á myndbandi eftirlitsmyndavélarinnar mátti sjá, þegar konan sem fór inn með Lolu, kemur út úr húsinu með tvær greinilega mjög þungar töskur nokkrum klukkustundum síðar. Ekkert sást til Lolu sem hvorki var með konunni né yfirgaf húsið.

Aðeins nokkrum klukkustundum síðar fannst Lola dáin og stykkjuð í plastkassa fyrir utan bygginguna. Konan á eftirlitsmyndbandinu var handtekin og er núna ákærð fyrir nauðgun, pyntingar og morð á hinni 12 ára gömlu Lolu.

Hin 24 ára Dahbia B kom til Frakklands frá Alsír í Norður-Afríku árið 2016 til að stunda nám en var tilkynnt í ágúst á þessu ári að yfirgefa landið, þar sem hún gat ekki lengur sýnt fram á neitt heimilisfang. Hún fékk mánuð til að yfirgefa Frakkland. Þann 21. ágúst var hún handtekin að sögn Daily Mail en var síðar sleppt og hefur verið í Frakklandi ólöglega síðan án lögregluafskipta þar til hún var handtekin í síðustu viku.

Charlie Weimers ESB-þingmaður Svíþjóðardemókrata tístir að hjarta hans bresti og að hætta verði öllum fjöldainnflutningi.

Var plötuð í íbúð grannans og myrt

Nákvæmlega hvað gerðist síðustu klukkustundir í lífi 12 ára stúlkunnar er ekki alveg ljóst en fullyrða má, að hún hafi verið beitt hroðalegu ofbeldi. Dahbia B á að hafa sagt lögreglunni að hún hafi platað Lolu með sér í íbúð systur sinnar, sem var í sama húsi, þar sem Dahbia sagðist búa. Þar á Dahbia síðan að hafa neytt stúlkuna til að fara í sturtu og síðan misnotað hana kynferðislega og sært hana svo mikið að hún lést af áverkunum.

Margir áverkar voru á líkama stúlkunnar, hún var skorin á háls og tölurnar 1 og 0 málaðar með rauðri málningu á lík hennar. Lögreglan hefur ekki getað upplýst í hvaða tilgangi tölurnar voru málaðar á líkið. Heimildarmaður innan rannsóknarinnar segir að rætt hafi verið um hugsanlega líffærasölu en ekkert slíkt hefur verið staðfest enn. Dánarorsök er sögð vera köfnun.

Tildrög morðsins eru enn óljós en sumir telja að það gæti snúist um rifrildi, sem foreldrar Lolu áttu við Dahbia B um lykilkort að húsinu, sem þau neituðu henni um.

Karlmaður á fertugsaldri er einnig sagður hafa aðstoðað Dahbia B við að fela líkið. Einnig hefur verið rætt um, hvort systir Dahbia B sem bjó í íbúðinni þar sem morðið var framið, sé meðsek en að svo stöddu er hún ekki grunuð.

Marine Le Pen segir allt of marga glæpi skrifast á ólöglega innflytjendur í Frakklandi

Morðið hefur heldur betur kynnt undir umræðuna um þegar harðlega gagnrýnda innflytjendastefnu Frakklands. Er það í ljósi þess, að hinn grunaði morðingi var ólöglega í landinu. Marine Le Pen, fyrrverandi flokksleiðtogi Frönsku Þjóðfylkingarinnar, segir of marga glæpi vera framda af ólöglegum innflytjendum og spyr hvenær yfirvöld ætli að stöðva tilvist ólöglegra innflytjenda í landinu?

„Sú sem grunuð er um þennan villimannslega verknað hefði ekki átt að vera í landi okkar; hvað kemur í veg fyrir að þið stöðvið þennan stjórnlausa, ólöglega innflutning?“

Lýðveldissinninn Olivier Marleix benti einnig á það sama og telur að morðið hefði aldrei átt að gerast:

„Morðinginn hefði ekki átt að vera í Frakklandi.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila