Eftir viku njósnaferð í bandarískri lofthelgi skaut Bandaríkjaher loksins niður kínverska njósnabelginn

Myndirnar eru skjáskot frá Twitter og sýna, þegar flaug bandaríska flughersins hæfði njósnaloftbelg kínverskra kommúnista, sem svifið hefur yfir viðkvæm hernaðarsvæði m.a. Montana, þar sem kjarnorkueldflaugar Bandaríkjanna eru staðsettar.

Bandaríski herinn skaut á laugardag niður grunsamlegan kínverskan njósnaloftbelg undan strönd Karólínu, eftir að hafa ferðast yfir viðkvæmar herstöðvar víðs vegar um Norður-Ameríku. Kínverjar fullyrtu að flugferðin væri mistök, þar sem um venjulegan loftathugunarbelg væri að ræða og hóta með gagnaðgerðum.

Joe Biden forseti gaf út fyrirskipunina en ákvað að bíða, þar til belgurinn væri kominn yfir opið haf til að skapa ekki óþarfa hættu að sögn fyrir fólk á jörðu niðri en belgurinn var í 60.000 feta hæð. Mikil gagnrýni er á þessari ákvörðun og bent á að Bandaríkin séu athlægi kommúnista í Kína sem notuðu loftbelginn í heila viku í lofthelgi Bandaríkjanna. Meðal annars flaug belgurinn yfir hernaðarlega mikilvæg svæði í Montana, þar sem m.a. kjarnorkueldflaugar Bandaríkjanna eru geymdar.

Joe Biden vissi að njósnabelgurinn fór inn í bandaríska lofthelgi í mikilli hæð í Alaska laugardaginn 28. janúar. Hann sagði blaðamönnum að hann hafi skipað Pentagon að skjóta niður njósnabelginn á miðvikudag þegar loftbelgurinn sást yfir Billings, Montana – nokkrum dögum eftir að hann vissi, að belgurinn flaug yfir Alaska. Njósnabelgurinn var skotinn niður yfir Atlantshafi undan strönd Karólínu um það bil 14:40 ET á laugardag.

10 spurningar til Joe Biden um kínverska njósnabelginn

Breitbart hefur sett fram 10 spurningar till Joe Biden um málið:

Blinken utanríkisráðherra var yfirmaður Bidenstofnunar sem tók á móti 54,6 milljónum dollara í fjárstyrk frá kommúnistum í Kína.
  1. Bandaríkjastjórn vissi um njósnabelginn 28. janúar en almenningur fékk fyrstu fréttir 2. febrúar þegar miðilinn Billings Gazette birti leikmannamyndband af belgnum á himninum. Af hverju þessi þögn yfirvalda? Kínverjarnir vissu um loftbelginn – af hverju máttu Bandaríkjamenn ekki fá að vita um hann?
  2. John Kerry segir loftslagsmálin mikilvægustu spurninguna í samskiptum við Kína og sjálfur talar þú um lífshótandi ógn, þótt þú notir aldrei þau orð um Kína. Hefur þetta haft einhver áhrif á að þú leyfðir njósnabelg að vera í lofthelgi Bandaríkjanna í heila viku?
  3. Bæði Donald Trump og samflokksmaður þinn Leon Panetta sögðu að skjóta ætti belginn niður. Höfðu þeir á réttu að standa og er rétt að segja, að þú hafir fylgt ráðleggingum þeirra?
  4. Blomberg hefur eftir embættismönnum ríkisstjórnarinnar „að svipaðar atburðir hafi átt sér stað á undanförnum árum m.a. hjá fyrri ríkisstjórn.“ Þýðir það að loftbelgir hafi áður flogið yfir Bandaríkin og ríkisstjórn Trumps ákveðið að gera ekki neitt?
  5. Chad Wolf fv. aðalritari Öryggisráðsins sagði að „ríkisstjórnin mun aldrei leyfa kínverskan njósnabelg.“ Hefur Wolf rangt fyrir sér eða er hann ekki með réttar upplýsingar um ríkisstjórnina?
  6. Mike Rogers formaður öryggismálanefndar fullyrðir að „ríkisstjórnin vonaðist til að fela þessi öryggismistök fyrir þinginu og bandarísku þjóðinni.“ Hefur hann á röngu að standa? Vinsamlegast birtu hvaða öryggisreglur gilda fyrir flug kínverskra veðurathugunarloftbelgja í flughelgi Bandaríkjanna og einnig gögn varðandi ákvörðunartöku um að skjóta niður loftbelginn.
  7. Blomberg segir samkvæmt sex fréttamönnum, að „ríkisstjórnin yrði að sýna sérstaka varkárni, þar sem framundan eru forsetakosningar árið 2024.“ Lítur þú þannig á málið, að þetta sé spurning um hugsanlegt framboð þitt til endurkjörs ár 2024?
  8. Hafa 54,6 milljón dollara framlög frá aðilum í Kína sem bárust í „hugveitu þína“ Penn Biden Center, haft áhrif á hugsun þína um Kína? Eða hugsun Antony Blinken, utanríkisráðherra þíns, sem var fyrrverandi framkvæmdastjóri Penn Biden Center þegar það safnaði öllu þessu fé frá kommúnistum í Kína? Og er eitthvað sem þú vilt segja okkur um áhrif margra og margvíslegra kínverskra viðskiptafélaga sonar þíns Hunter Biden? Reyndar, viltu segja okkur eitthvað um þá 31 milljón dollara sem fjölskyldumeðlimir þínir gengu í fimm viðskiptasamningum við einstaklinga með bein tengsl við yfirstjórn kínversku leyniþjónustunnar?
  9. Frést hefur af öðrum kínverskum njósnabelg á flugi yfir Suður-Ameríku. Hvað ætlar þú að gera, ef þessi njósnabelgur kemur inn í lofthelgi Bandaríkjanna?
  10. Kínverjarnir hafa gætt þess vel, að loftbelgir þeirra fari ekki inn í rússneska landhelgi, sem sýnir hversu vel þeir geta stjórnað þeim. Af hverju heldur þú að Kínverjar meðhöndli Bandaríkjamenn á annan hátt? Talandi um Rússland, hvað gera Bandaríkin ef Rússar senda njósnabelg, eða N-Kórea, eða Íran? Verður slíkum loftbelgjum leyft að fara um lofthelgi Bandaríkjanna áður en þeir verða skotnir niður?

Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum, loftbelgurinn skotinn niður ca 42 mínútur inn í myndbandinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila