Einn á sjúkrahús eftir sprengjuárás í Linköping

UPPFÆRÐ FRÉTT: Sprengjufréttir í Svíþjóð leysa hverja aðra af með stuttu millibili í augnablikinu. Neyðarþjónustunni í Linköping var gert viðvart klukkan 06:04 vegna sprengingar á Järdalavägen í Ekholmen-hverfinu. Íbúar í nágrenni hússins þar sem árásin varð gerð, hafa verið fluttir í íþróttasal til bráðabirgða. 25 ára gömul kona særðist í árásinni og er komin á sjúkrahús.

Neyðarþjónustan staðfestir að sprenging hafi orðið og að hún sé á staðnum með starfsfólki frá nokkrum stöðvum. Lennart Ågren, vakthafandi yfirmaður hjá björgunarsveitinni Östra Götaland segir við SVT:

„Við staðfestum að sprenging hefur átt sér stað og vísum til lögreglunnar varðandi frekari upplýsingar.“

Samkvæmt upplýsingum staðbundinna fjölmiðla hefur að minnsta kosti ein íbúð gjöreyðilagst í sprengingunni og miklar skemmdir eru á eigninni. Má sjá á myndum að einn veggur hússins er horfinn á þremur hæðum. Lítur út eins og það gæti verið stigagangur. Lögreglan talaði upphaflega um eldfim efni og skemmdir en samkvæmt ríkisútvarpinu er sprengjan hryðjuverk í átökum glæpahópa á staðnum.

Í janúar 2022 var 35 ára gamall maður skotinn til bana í Ekholmen. Maðurinn var áður „team leader“ hjá X-team/Bandidos í Linköping. Morðið er óleyst.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila