Einungis lönd sem eru í stríði hafa fleiri sprengjuhryðjuverk en Svíþjóð

Það þarf að fara út fyrir Norðurlönd, út fyrir Evrópu, út fyrir allan hinn vestræna heim og alla leið til Mexíkó til að finna land sem er ekki í stríði þar sem meira er skotið og sprengt en í Svíþjóð. „Svíþjóð sker sig algjörlega úr“ segir afbrotafræðingurinn Ardavan Khoshnood.

Á hinum blóðuga miðvikudegi í vikunni sem leið, var saklaus kona sprengd til bana, tveir menn drepnir með skotvopnum og einn særður. Varla er rætt um annað í landinu en hið gegndarlausa ofbeldi. Árið í ár lítur út fyrir að slá ný met.

2023 nýtt metár

Lögreglustjórinn Jalle Poljarevius líkir ástandinu við „borgarastyrjöld í fæðingu“ og Anders Thornberg, ríkislögreglustjóri, segir ofbeldið „líkjast hryðjuverkum.“ Afbrotafræðingurinn Ardavan Khoshnood bendir á„Svíþjóð skeri sig algjörlega úr“ í skotárásum og sprengingum. Að Mexíkó undanskildu eru það aðeins lönd sem hrjást af styrjöldum þar sem skotárásir og sprengingar eru fleiri en í fallega landinu með rauðu sumarhúsin. Árið 2023 lítur út fyrir að verða nýtt metár í fjölda skotárása og sprengjuárása glæpahópanna, þrátt fyrir loforð stjórnmálamanna um að „brjóta klíkurnar á bak aftur“ og „kúvendingu“ í ofbeldismálum. Innanlandsmetin eru svo há að þau verða einnig alþjóðleg met. „Svíþjóð sker sig algjörlega úr“ útskýrir Khoshnood.

Einsdæmi á Norðurlöndum, í Evrópu og hinum vestræna heimi

Enn eru þrír mánuðir eftir af árinu en fjöldi sprenginga er nú þegar kominn upp í sama fjölda og metárið 2019: 133 sprengingar. Svíþjóð sker sig úr á Norðurlöndum, Evrópu og öllum hinum vestræna heimi. Fara þarf alla leiðina til Mexíkó til að finna land sem ekki er í stríði sem slær Svíþjóð.

„Þegar samstarfsmenn mínir í Stokkhólmi skoðuðu þetta, þá sáu þeir að Mexíkó er eina landið í heiminum sem er ekki í stríði sem er með fleiri sprengingar en Svíþjóð. Slíkar sprengingar eru ekki einu sinni vandamál í Bandaríkjunum.“

Fleiri og stærri sprengjur

Allt fram á 2010 voru sprengjuárásir tiltölulega óþekkt fyrirbæri í Svíþjóð. Að meðaltali var ekki einu sinni sprengt einu sinni á ári. Núna springa sprengjur 2-4 sinnum í viku að meðaltali. Sprengingar hafa orðið fleiri og þær hafa orðið öflugri. Khoshnood segir að þróunin hafi farið frá því að kasta handsprengjum, sem er nógu alvarlegt, í sprengingar í stíl hryðjuverkamanna með sprengiefni og þess háttar. Í árásinni á miðvikudaginn, sem kostaði saklausa 25 ára konu lífið, var heilt hús sprengt í sundur og nokkur hús til viðbótar skemmdust mikið. Myndir frá atburðum minna okkur á það sem við sjáum frá Úkraínustríðinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila