Elon Musk hótar að framleiða eigin snjallsíma ef Apple og Google banna Twitter frá netverslunum sínum

Athafnamaðurinn Elon Musk er kominn í fulla baráttu gegn ritskoðun Google og Apple sem hóta því að taka burtu Twitter appið úr netverslunum sínum ef Musk leyfir málfrelsi á Twitter. Elon Musk hótar því til baka að hann framleiði eigin snjallsíma í samkeppni við Apple ef þeir virði ekki málfrelsið (mynd skjáskot Twitter).

Framleiðir eigin snjallsíma ef enginn annar valkostur er í stöðunni

Elon Musk hótar að hefja framleiðslu á eigin snjallsíma ef Apple og Google banna Twitter frá app-verslunum sínum. Musk tilkynnti þessa áætlun sína í tísti á föstudag sem sjá má hér að neðan.

Liz Wheeler, fv. þáttarstjóri hjá sjónvarpsstöðinni OAN, tísti:

„Ef Apple og Google taka Twitter frá app-verslunum sínum, ætti @elonmusk að framleiða sinn eigin snjallsíma. Hálft landið myndi með glöðu geði sleppa hlutdrægum, njósnandi iPhone og Android. Þessi maður byggir eldflaugar til Mars, heimskulegur lítill snjallsími ætti að vera auðvelt, ekki satt?“

Musk svaraði:

„Ég vona sannarlega að það komi ekki til þess en -já, ef enginn annar valkostur er, þá mun ég framleiða eigin snjallsíma.“

Wheeler fylgdi þá eftir með Twitter skoðanakönnun þar sem hún spurði: „Myndir þú skipta yfir í tELONfón? Kjóstu já eða nei …….“ Fleiri en 46.000 kusu og já sögðu 56,3%.

Vinstrimenn hafa lagt auglýsendur í einelti til að yfirgefa Twitter vegna loforða Musk um að endurreisa alla áður bannaða reikninga þar á meðal reikning Donald Trump forseta. Og að sjálfsögðu vinna þeir líka að því að fá Twitter-appið tekið úr netverslunum Google og Apple nákvæmlega á sama hátt og gert var með Gab og Parler.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila