Elon Musk líkir George Soros við ofurillmennið Magneto: Hann hatar mannkynið

„Milljarðamæringurinn George Soros minnir á ofurillmennið Magneto.“ Það segir Elon Musk á Twitter og bætir við: „Soros hatar mannkynið.“

Fjármálajöfurinn George Soros hefur sent frá sér tilkynningu um, að hann sé ekki látinn eins og sögusagnir herma.

Minnir á Magneto

Eigandi Twitter ræðst að Soros í nýjum yfirlýsingum og líkir Soros við ofurillmennið Magneto í kvikmyndinni X-men, sem Stan Lee og Jack Kirby hafa gert. Á Wikipedia má lesa eftirfarandi:

„Fjölskylda Magnetos var ofsótt af nasistum vegna þess að þeir voru gyðingar. Hann var sendur til Auschwitz (á handlegg hans er húðflúrað: A4782) eftir að hafa séð alla fjölskyldu sína myrta… Magneto er eitt frægasta ofurillmenni gyðinga sem til er.“


Blaðamaðurinn Brian Krassenstein svarar færslu Musk:

„Skemmtilegar staðreyndir: Reynsla Magneto sem eftirlifandi úr helförinni mótaði sjónarmið hans sem og sálardjúp og samúð. Soros, sem einnig lifði af helförina, þarf stöðugt að sitja undir árásum fyrir góðan ásetning sem sumir Bandaríkjamenn telja slæman bara vegna þess að þeir eru ekki sammála stjórnmálaskoðunum hans.“


Musk svaraði:

„Þú gerir ráð fyrir að þeir hafi góð áform. Þeir hafa engin slík. Hann vill eyða sjálfri siðmenningunni. Soros hatar mannkynið.“


Krassenstein svarar:

„Hvaða grundvöll hefurðu fyrir því að halda þessum fullyrðingum fram? Open Society Foundations hafa gefið vel yfir 30 milljarða dollara til að ýta undir réttlæti, menntun, lýðheilsu og óháða fjölmiðla. Sumt af þessu eru hlutir sem þú styður líka, með réttu. Það eru margar rangar upplýsingar þarna úti um Soros. Hann er vissulega ekki fullkominn en að halda því fram að hann „hati mannkynið“ kemur mér á óvart.“

George Soros rekur „Opin Samfélög“ (Open Society Foundations) og hefur meðal annars greitt fé til Expo, vinstri samtaka í Svíþjóð sem eru varðhundur fyrir helstu mál glóbalistanna eins og loftslagið, Covid-bólusetningar og fjöldainnflutning og beita sér gegn sjálfstæðum miðlum eins og Swebbtv og þingmanninum og orkufræðingnum Elsu Widding sem hefur leyft sér að gagnrýna loftslagsdómsdagsboðendur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila