Elon Musk: Líklegt að Twitter hafi blandað sér í forsetakosningarnar í Brasilíu

Elon Musk heldur áfram að koma með eldfimar uppljóstranir vegna afskipta hins vinstrisinnaða fyrirtækis af lýðræðislegum kosningum. Hefur hann m.a. uppljóstrað um íhlutun í bandarísku forsetakosningarnar ekki síst varðandi sannar upplýsingar um glæpastörf og lygar núverandi forseta Bandaríkjanna og sonar hans Hunter Bidens. Á laugardaginn viðurkenndi Elon Musk að Twitter hefði líklega haft afskipti af forsetakosningunum í Brasilíu í þágu dæmda glæpamannsins og sósíalistans Lula de Silva.

Fyrr var birt í nóvember, að Twitter væri að ritskoða reikninga stuðningsmanna Bolsonaro forseta. Twitter og Facebook hafa haft afskipti af lýðræðislegum kosningum um allan heim. Þeir hafa stutt ákveðna aðila og beitt netmiðlunum gegn andstæðum röddum þeirra í mörg ár. Google breytti leitarniðurstöðum til hagsbóta fyrir Lula gegn Jair Bolsonaro.

Þegar ár 2019 var Fernando Haddad hjá verkalýðsflokki Lula, PT, sektaður fyrir að hafa gert samning við Google að breyta leitarniðurstöðum um Jair Balsonaro svo upp kæmu neikvæðar síður um forsetann. Google komst undan sektum, vegna þess að þeir sögðust hafa hætt við samninginn eftir dóminn, eins og eru þeirra viðteknu opinberu viðbrögð í Bandaríkjunum. Google segir, að algóriðmi stjórni leitarvélunum en það er rangt, þegar hægt er að versla leitarniðurstöður eins og t.d. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert með samningi við fyrirtækið.

Twitter fjarlægði færslur frá Bolsonaro – eina þar sem hann hyllti Hydroxychloroquine sem valfrjálsa meðferð við COVID-19, – og aðra þar sem hann gagnrýndi covid-lokanir og sagði að fólk ætti að vinna, því einangrun myndi skapa efnahagslega kreppu og skilja fjölskyldurnar eftir í slæmri stöðu. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fagnað sölu Twitter til Elon Musk, forstjóra Tesla. Um klukkutíma eftir staðfestingu á yfirstjórn samfélagsnetsins endurtísti Bolsonaro skilaboð frá Musk þar sem hann ver málfrelsi á Twitter. Hér að neðan má sjá tíst frá Elon Musk, þar sem hann svarar spurningunni um, hvaða aðrar kosningar Twitter hefur verið innblandað í til að hafa áhrif á niðurstöðurnar. Musk svarar:

„Ég hef séð mikið af áhyggjufullum tístum um nýlegar kosningar í Brasilíu. Ef þessi tíst eru rétt, þá er mögulegt að starfsmenn Twitter hafi gefið frambjóðendum vinstri vængsins forgjöf.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila