Elon Musk: „Næstum allar „samsæriskenningar“ sem fólk hafði um Twitter reyndust vera sannar“

Elon Musk hefur gert Bandaríkjamönnum og reyndar allri heimsbyggðinni mikinn greiða með birtingu Twitter-skjalanna. Hafa þau afhjúpað gríðarlega spillingu innan bandaríska ríkisins (mynd úr safni).

Íhaldsmenn höfðu rétt fyrir sér – Twitter var spillt

Í nýlegu viðtali staðfesti Elon Musk spillinguna innan Twitter:

„Til að vera alveg hreinskilinn, næstum allar samsæriskenningar sem fólk hafði um Twitter reyndust vera sannar.“

Úr myndbandinu hér að ofan:

„Til að vera alveg hreinskilinn, þá reyndust næstum allar samsæriskenningar sem fólk hafði um Twitter vera sannar. Er til samsæriskenning um Twitter sem sem ekki reyndist vera sönn? Hingað til hafa þær allar reynst sannar. Jafnvel sannari en fólk hélt.“

Twitter-skjölin afhjúpuðu það sem gerðist á Twitter

Þáverandi aðstoðaryfirlögmaður Twitter, James Baker, tók þátt í ákvörðuninni um að bæla niður Hunter Biden fartölvusöguna á Twitter, þrátt fyrir að vitað var, að innihaldið væri ekki „hakkað.“ Elon Musk ral Baler frá störfum.

The Gateway Pundit greindi áður frá:

Einn af stjórnendum Twitter sem tók þátt í ákvörðuninni um að þagga niður Hunter fartölvusöguna í október 2020 var enginn annar en fyrrverandi FBI lögfræðingurinn James Baker. Baker „sagði upp störfum“ hjá FBI árið 2018 og hóf störf hjá Twitter í júní 2020.

James Baker, aðstoðaryfirlögmaður Twitter á þeim tíma, ráðlagði forráðamönnum Twitter að loka fyrir aðgang að sögunni um fartölvu Hunter Biden, jafnvel þó þeir vissu að ekki ekki hafði verið brotist inn í tölvuna. Twitter var í stöðugu sambandi við FBI vegna málsins á Twitter.

Twitter þræðir:

  • Twitter-skjölin sýna meira með hverjum degi, hvernig stjórnvöld safna, greina og flagga samfélagsmiðlaefni þínu.
  • Samskipti Twitter við FBI voru stöðug og útbreidd, eins og um dótturfyrirtæki væri að ræða.
  • Á milli janúar 2020 og nóvember 2022 voru yfir 150 tölvupóstar á milli FBI og Yoel Roth, fyrrverandi yfirmanns öryggismála Twitter.
  • Sumir tölvupóstarnir eru hversdagslegir, eins og Elvis Chan í San Francisco, sem óskar Roth gleðilegs nýs árs með áminningu um að mæta á „fjórðungslegan símafund okkar í næstu viku.“ Aðrir tölvupóstar innihalda beiðnir um upplýsingar til Twitter-notenda sem tengjast virkum rannsóknum.

Twitter vann með FBI við að ritskoða íhaldsmenn. Hér að neðan má sjá tíst Matt Taibbi um Twitter-skjölin og meira á #TwitterFiles:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila