Elon Musk sammála Viktor Orbán um gagnsleysi innflytjendasamnings ESB

Milljarðamæringurinn Elon Musk er sammála Viktor Orbán um að svokallaður innflytjendasamningur ESB sé mikill misbrestur. Sænski kratinn Ylva Johansson, innflytjendamálakommissjóner ESB keyrði samninginn í gegn hjá ráðherraráði ESB.

Ylva Johansson, innflytjendamálastjóri ESB ásamt landa sínum Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, leiddu umræðurnar um hinn umdeilda innflytjendasamning Evrópusambandsins.

Svíar leiðandi í ónýtum innflytjendasáttmála ESB

Þær stöllurnar voru ekki einu Svíarnir sem unnu að samþykkt innflytjendasamnings ESB. Áður hafði sænski stjórnmálamaðurinn Tomas Tobé unnið hörðum höndum að því að koma sáttmálanum í gegnum ESB-þingið. Samningurinn sem felur í sér að hælisleitendum verði skipt samkvæmt þvingandi kvóta á milli aðildarríkja ESB var samþykktur í ráðherraráði ESB í júní s.l. Þau lönd sem neita að taka við innflytjendum samkvæmt kvótanum, þurfa að greiða peninga til ESB í staðinn.

Þar sem Ítalía er yfirfull af ólöglegum afrískum innflytjendum, er talið að fyrirkomulag sáttmálans um „þvingandi samstöðu“ verði virkjað. Þá munu önnur ESB-ríki neyðast til að taka sinn hluta af þessum Afríkubúum.

Líkir ásókn Afríkubúa til Evrópu við innrásarher

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, segir í ræðu að þegar sé ljóst, að sáttmálinn sé misheppnaður. Hann líkir Afríkumönnum á ítölsku eyjunni Lampedusa við „sannkallaðan innrásarher.“ Hann nefnir einnig aukið ofbeldi innflytjenda frá þriðja heiminum: Nýlega var skotið á ungverska og serbneska landamæraverði með sjálfvirkum vopnum.

Orbán birti ræðuna á X-inu þar sem Elon Musk, eigandi X, er sammála þeirri fullyrðingu að innflytjendasamningurinn hafi misheppnast. Musk skrifar:

„Algjörlega. Það er fullkomlega ljóst.“


Stöllurnar eru stoltar af ónýtu samkomulegi ESB í innflytjendamálum

Ylva Johansson kommissjóner í innflytjendamálum ESB og Maria Malmer Stenergard, ráðherra Svíþjóðar í innflytjendamálum þegar innflytjendasamningurinn var samþykktur í ráðherranefndinni í júní s.l.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila