
Ekkert nema svindl og svínarí umlykur Joe Biden forseta Bandaríkjanna
Í nýrri úttekt á notendum Twitters kemur í ljós, að næstum helmingur þeirra 22,2 milljóna notenda, sem sagðir eru vera aðdáendur og Twitter-fylgjendur Joe Biden Bandaríkjaforseta, er falsaður.
Úttektin, sem gerð var fyrir samfélagsmiðlarisann af hugbúnaðarfyrirtækinu SparkToro, leiddi í ljós að 49,3% fylgjenda forsetans eru „falsaðir fylgjendur“ samkvæmt Newsweek.
SparkToro hefur skilgreint „falsaða fylgjendur“ sem:
„Reikninga sem ekki er hægt að ná sambandi við og munu ekki sjá tíst reikningsins vegna þess að þeir eru ruslpóstur, vélmenni, áróður osfrv. eða vegna þess að þeir eru ekki lengur virkir á Twitter.“
Forstjóri Tesla, Elon Musk, sem er að reyna að kaupa Twitter, hefur lýst yfir áhyggjum yfir vaxandi fjölda falsaðra reikninga og lagt til hugsanlegra aðgerða gegn sýndarreikningunum (sjá nánar frétt Útvarps Sögu um málið).