Engin vopnasala til Ungverjalands nema að samþykki fáist fyrir sænskri Nató-aðild

Bandaríkin beita Ungverjalandi þrýstingi til að þvinga landið að samþykkja aðild Svíþjóðar að Nató. Myndin sýnir færanlegt Himars loftvarnarkerfi líkt því og Bandaríkin stöðva sölu á til Ungverjalands. Mynd © DVIDSHUB CC 2.0

Bandaríkin neita að gera vopnasamning við Ungverjaland samsvarandi 8 milljörðum sænskra króna, þar sem landið heldur áfram að hindra umsókn Svíþjóðar til Nató. Valdaelítan verður sífellt örvæntingarfyllri í tilraunum sínum að fá með Svíþjóð í hernaðarbandalag Nató undir forystu Bandaríkjanna.

Reuters greinir frá. Utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings stöðvar vopnasölu til Ungverjalands upp á 735 milljónir dollara, um 8 milljarða sænskra króna, vegna þess að ríkisstjórn Ungverjalands neitar að samþykkja Nató-umsókn Svíþjóðar.

Skorar á Ungverjaland að hraða samþykkt aðildarumsóknar Svíþjóðar

Jim Risch, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fleiri eru sagðir hafa fengið loforð á síðasta ári um að gengið yrði til atkvæðagreiðslu á þingi í Ungverjalandi um að samþykkja aðild Svíþjóðar að Nató. Risch segir skv Reuters:

„Sú staðreynd að nú er júní og það hefur enn ekki verið gert, varð til þess að ég ákvað þá að fresta sölu á nýjum bandarískum herbúnaði til Ungverjalands.“

Jim Risch skorar á Ungverjaland til að hleypa Svíþjóð inn í Nató með hraði.

Vopnaviðskiptin voru fallin úr gildi hvort eð er

Samkvæmt Washington Post, þá inniheldur vopnapakkinn meðal annars 24 HIMARS loftvarnartæki og yfir 100 eldflaugar. „Ungverjaland verður að hleypa Svíþjóð inn í Nató til að fá vopn frá Bandaríkjunum“ segir Risch. Hann á það, að hann hafi um nokkurt skeið lýst yfir „áhyggjum“ af því, að Ungverjaland seinki samþykki sínu við sænska Nató-aðild. Að sögn sænska ríkisútvarpsins Ekot lýsir ungverska varnarmálaráðuneytið því yfir, að vopnaviðskiptin við Bandaríkin hafi hvort eð er gengið úr gildi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila