Ennþá pattstaða í Úkraínustríðinu – Menn berjast enn í skotgröfunum

Það er lítil hreyfing í stríðinu í Úkraínu, gagnsókn þeirra mislukkaðist og stjórnmálamenn hafa ekki orðið mikla trú á að Úkraínu takist að reka Rússneska herinn á bak aftur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Núna sé staðan sú að framvindan í Úkraínustríðinu fari mikið eftir því hvort almenningur í Bandaríkjunum vilji áfram styðja Úkraínumenn með vopna og peningasendingum því nú er ljóst að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja ekki taka mikla áhættu á að fara gegn vilja almennings í þeim efnum.

Haukur bendir á að nú þegar hafi dregið verulega úr slíkum sendingum og til marks um það þá á sama tíma og Bandaríkjaþing hefur samþykkt auka hernaðaraðstoð til Ísraels sem samsvarar 10 milljörðum bandaríkjadala hafi Úkraína ekki fengið neitt í sinn hlut. Þá eru fleiri lönd og ríki sem hafa hætt stuðningi sínum við Úkraínu og meðal annars bent á að þar sé mikill spilling og óstjórn og því ekki forsvaranlegt að veita þangað fjármunum og vopnum sem ekki er vitað hvar lendi.

Haukur segir að líklega væri betra fyrir Úkraínu að semja og fyrrum herforingi í Bandaíkjunum hafi bent á að líklega væri besta lausnin sú að skipta úkraínu í tvo hluta, það er að segja austur og vesturhluta.

“ ég held að það sé nokkuð öruggt að Rússar muni halda því sem þeir hafi nú þegar tekið“

Stóri vandinn sem hafi hleypt öllu af stað til að byrja með séu yfirlýsingar Bush stjórnarinnar á fundi í Búkarest árið 2008 þar sem Bush sagði að NATO ætti að ná til Úkraínu og Georgíu. Fram að því voru samskipti og Rússlands farin að vera nokkuð góð og afslöppuð en við þessar yfirlýsingar breyttist það mjög snarlega.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllum um Úkraínustríðið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila