Er handtökuskipun gagnvart Vladimír Putín staðfesting á að þriðja heimsstyrjöld sé hafin?

Fjölmargir hafa velt því útspili Alþjóða sakamáladómstólsins að gefa út handtökuskipun gagnvart Vladimír Pútín forseta Rússlands fyrir stríðsglæði og hvaða þýðingu hún hafi í stóra samhenginu. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag fjallaði Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi um málið en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Handtökuskipunin vekur sérstaka athygli þar sem hvorki Úkraína, Rússland né Bandaríkin sem hingað til hafa verið taldir stærstu persónur og leikendur í stríðinu eru aðilar að dómstólnum. Handtökuskipunin kemur hins vegar til með að þrengja að forseta Rússlands á þann hátt að hann getur ekki ferðast til þeirra landa sem eiga aðild að dómstólnum því í þeim löndum gildir handtökuskipunin.

Olíu hellt á eldinn

Bent hefur verið á að hafi menn talið vera von til þess að eiga möguleika á að koma á friðarviðræðum þá hafi þessi aðgerð aðeins hellt olíu á eldinn í Úkraínudeilunni og afar ólíklegt þykir að Pútín verði til viðtals um friðarviðræður á meðan þessi staða sé uppi í málinu. Þá hefur verið bent á að handtökuskipunin sé merki um að menn telji að þriðja heimsstyrjöldin sé í raun skollin á og telja því enga möguleika hvort sem er á að hægt verði að koma á friði, aðgerðin hafi þannig verið sett fram af því menn töldu sig ekki hafa neinu að tapa.

Útspil Pólverja ekki til þess að bæta úr skák

Þær fréttir að Pólland ætli sér að senda orrustuþotur til Úkraínu gefur þeim röddum sem telja heimstyrjöld hafna nokkurn byr í seglin því þar með sé Pólland að taka þá áhættu að Rússar líti á gjörning Pólverja sem beina ógn við Rússland. Í því sambandi má rifja upp orð Pútíns Rússlandsforseta þar sem hann sagði að ef eitthvað kæmi upp sem ógnaði Rússlandi myndu Rússar bregðast við með afgerandi hætti.

Fleiri handtökur voru til umræðu í þættinum því rætt var um þá yfirlýsingu Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um að hann búist við því að verða handtekinn á morgun, þriðjudag. Trump segir að málið snúist um meintar greiðslur forsetans fyrrverandi til klámmyndastjórnunnar Stormy Daniels sem eru til rannsóknar. Trump segir að saksóknarinn í málinu sé á pólitískum nornaveiðum og það sé engin tilviljun að málið sé sett fram í dagsljósið núna. Donald Trump hefur beðið fólk að mótmæla verði hann handtekinn og hann vilji að almenningur nái Bandaríkjunum aftur í sínar hendur úr höndum elítunnar.

Hlustaðu á þáttinn með því að smella á spilarann hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila