ESB-glóbalistarnir ráðast á Ungverjaland – Vilja snúa fólkinu gegn Orbán

Ráðandi svo kölluð „frjálslynd lýðræðisöfl“ ESB vilja núna stöðva 7,5 milljarða greiðslu til Ungverjalands. Samtímis lýsir ESB-þing glóbalista, að Ungverjaland sé ekki lengur lýðræði heldur „blendingsstjórn.“ Ungverski sérfræðingurinn Ted Ekeroth segir við Swebbtv Nyheter, að verið sé að reyna að snúa fólkinu gegn Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands en hann og stjórnarflokkur hans Fidesz unna föðurlandi sínu.

Ráðgefandi ESB-þing og ókjörin framkvæmdastjórn ESB segja ekkert lýðræði í Ungverjalandi

ESB-þingið hefur ákveðið, að Ungverjaland sé ekki lýðræðisríki. Lýðræðislega rétt kjörin íhaldsstjórn landsins hefur mikinn stuðning meðal landsmanna og eigin meirihluta á þingi. Þess í stað telja vitringarnir í Brussel, að Ungverjaland sé „blendingsstjórn með einræði þingsins“ samkvæmt Europaportalen, sem bendir á, að allir sænsku ​​ESB-þingmennirnir nema Svíþjóðardemókratarnir Charlie Weimers og Peter Lundgren, hafi staðið að tillögunni. Evin Incir frá sósíaldemókrötum segir skv. Europaportalen:

„Ungverjaland er orðið að fyrsta ólýðræðislega aðildarríki ESB og ástandið verður bara verra og verra og verra. Fantastjórnin í Ungverjalandi á ekki að fá eina einustu krónu af peningum skattgreiðenda.“

Stuðningur fólks við Viktor Orbán er vandamál fyrir ESB

Og nú vill framkvæmdastjórn ESB stöðva 7,5 milljarða evra greiðslu til landsins. Wolfgang Hansson, dálkahöfundur Aftonbladet segir:

„Að ESB bregðist við Ungverjalandi með því að hóta að stöðva 7,5 milljarða evru greiðslu er mjög sanngjarnt.“

Að sögn ESB sérfræðings og fyrrverandi SD stjórnmálamanns Ted Ekeroth, þá leitast ESB við að veikja stöðu ungversku ríkisstjórnarinnar meðal Ungverja. Ekeroth segir við Swebbtv:

„Stuðningur fólks við Viktor Orbán er vandamál fyrir ESB. Og hann mun hvergi víkja. Hann er hugmyndafræðilega sannfærður.“

Reyna að sundra þjóðinni og fá fólk í lið með ESB

Viktor Orbán á sér ákveðna „bandamenn“ eins og Ítalíu, sem munu reyna að stöðva tilraunir ESB gegn Ungverjalandi, að sögn Ted Ekeroth:

„Tilgangurinn er í rauninni ekki að skaða Ungverjaland almennt séð. Ég held að þetta snúist um að þrýsta á Ungverja – alla vega að sannfæra þá um, að ESB líti þannig á Ungverja vegna þess að þeir styðja Orbán og Fidesz. Það eru hagsmunir ESB að fá Ungverja til að snúast gegn einu sterkasta íhaldsaflinu sem til er í Evrópu í dag.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila